Fara í efni  

Fréttir

Vorfundur Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna

Vorfundur Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna
Frá vorfundinum

Vorfundur Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna var haldinn dagana 4. og 5. maí á Varmalandi í Borgarfirði. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem starfsfólk þróunarsviðs Byggðastofnunar, framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna og atvinnuráðgjafar þeirra koma saman og bera saman bækur sínar, ræða atvinnuráðgjöfina, samstarf og önnur málefni sem  snerta starf þeirra í landsbyggðunum. Um 40 manns voru samankomin á þessum vorfundi, sem var sá fyrsti sem haldinn er síðan 2019 vegna áhrifa COVID-19. 

Vorfundurinn er árlegur fundur sem skipulagður er af Byggðastofnun í samstarfi við landshlutasamtökin. Í ljósi fjölda nýliða í röðum atvinnuráðgjafa víðsvegar um landið var sérstök áhersla lögð á tengslamyndun og þekkingarmiðlun á vorfundinum í ár. Fundurinn hófst því á svokölluðum hraðstefnumótum, þar sem atvinnuráðgjafar og starfsfólk Byggðastofnunar áttu stutt samtöl sín á milli þar sem lögð var áhersla á að kynnast þekkingu, styrkleikum og verkefnum hvers annars. Mikil og fjölbreytt þekking býr meðal atvinnuráðgjafa landshlutasamtakanna sem mikilvægt er að miðla milli landshluta til þess að efla samstarf og styrkja þannig net atvinnuráðgjafa á landsvísu enn frekar. 

Á fundinum var endurskoðuð byggðaáætlun rædd, en um er að ræða þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, sem var lögð fram á Alþingi í byrjun apríl.  Fjárfestahátíð sem nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir á Siglufirði í mars var kynnt fyrir hópnum af þeim Önnu Lind Björnsdóttur hjá SSNE og Magnúsi Barðdal SSNE. Loks fór Vífill Karlsson, ráðgjafi hjá SSV, yfir fyrstu niðurstöður fyrirtækjakönnunar landshlutanna, en hún veitir mikilvægar upplýsingar um stöðu og horfur atvinnulífs í öllum landshlutum. Nýskipaður forstöðumaður Rannís, Ágúst Ingþórsson, mætti einnig á Varmaland og átti mikilvægt samtal við atvinnuráðgjafa og fulltrúa Byggðastofnunar. Hann kynnti m.a. skref sem Rannís er að taka í átt að auknu gagnsæi um styrkjaumsóknir og úthlutanir og kynnti nýtt gagnatorg Rannís þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um fjölda umsókna og úthlutanir einstakra sjóða, ár úthlutunar, umsækjendur og stuðningsupphæðir. Þetta tækifæri var einnig nýtt til þess að leita leiða og aukins samstarfs í þeirri vegferð að auka hlutdeild landsbyggðanna í úthlutun opinberra styrkja. Loks hlýddi hópurinn á gott erindi frá Stefáni Gíslasyni hjá Environice um umhverfis- og loftslagsmál, þar sem sjónum var beint að helstu sóknarfærum landshlutasamtaka og Byggðastofnunar í þeim málaflokki.  

Hópurinn hélt í stutta í vettvangsferð um Borgarfjörðinn þar sem Landbúnaðarháskóli Íslands var sóttur heim. Þar voru það þær Ragnheiður Þórarinsdóttir rektor og Áshildur Bragadóttir, nýsköpunar- og þróunarstjóri, sem kynntu starfsemi LBHÍ sem og Nýsköpunar- og þróunarsetur LBHÍ og Háskólans á Bifröst. Þeir Vífill Karlsson hjá SSV og Stefán Kalmansson, aðjúnkt við Háskólann á Bifröst, ræddu einnig við hópinn um samstarf háskóla og landshlutasamtaka. 

Það var sérstaklega ánægjulegt fyrir hópinn að koma saman aftur eftir nokkurra ára hlé og hitta nýja liðsmenn sem hófu störf á meðan á faraldrinum stóð. Viðburðir sem þessir eru mikilvægir fyrir Byggðastofnun til þess að styrkja og viðhalda samstarfi stofnunarinnar við landshlutasamtökin, fylgjast með þeim málefnum sem brenna á atvinnuráðgjöfum landsbyggðanna og þeim áskorunum sem þau standa frammi fyrir. Viðburðurinn er ekki síður mikilvægur atvinnuráðgjöfunum og öðru starfsfólki landshlutasamtakanna, þar sem þeim gefst tækifæri á að hittast, bera saman bækur sínar og ekki síst ræða mögulegt samstarf á hinum ýmsu  sviðum.  

Starfsfólk Byggðastofnunar vill nýta tækifærið og þakka þeim sem mættu á vorfundinn fyrir virka þátttöku og ánægjulega samveru. 

Hópurinn fór á svokölluð hraðstefnumót í upphafi til að kynnast færni og þekkingu hvers annars






Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389