Fréttir
Handhafi Landstólpans
Landstólpinn var afhentur í ellefta sinn á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Varmalandi í Borgarfirði þann 5. maí 2022 en hann var fyrst afhentur árið 2011. Landstólpann hafa hlotið einstaklingar, fyrirtæki og hópar sem þykja hafa skarað fram úr í sínum verkefnum og störfum.
Í ár bárust samtals átta tilnefningar víðsvegar að af landinu. Niðurstaða dómnefndar varð sú að veita Maríu Pálsdóttur Landstólpann árið 2022.
María er eigandi að Hælinu, setri um sögu berklanna, sem staðsett er að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. María er jafnframt starfandi skólastjóri Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.
María var tilnefnd til samfélagsverðlaunanna vegna atorku sinnar og dugnaðar við að koma á fót Hælinu. Með því hefur hún bjargað menningarminjum og sögum frá glötun. Hælið geymir sögu þeirra sem upplifðu á sínum tíma raunir vegna berklana. Safnið er gríðarlega áhrifamikið, einkum í ljósi þess að það er staðsett þar sem sagan átti sér stað. Berklahælið á Kristnesi var reist árið 1927 en þar dvöldu fjölmargir einstaklingar sem smituðust af berklum.
María setti upp leikverkið „Tæring“ í samstarfi við Leikfélag Akureyrar en það var sýnt á Hælinu og var afar áhrifarík leiksýning. Sýningin var innblásin af sögum berklasjúklinga sem dvöldu á Kristneshæli á árunum 1930-1960 en notast var við dagbækur og frásagnir sjúklinga við gerð sýningarinnar.
Það eru mikil verðmæti fólgin í því að sögunni hafi verið komið til skila með þeim myndarskap sem sjá má og upplifa á Hælinu. María á miklar þakkir skildar fyrir það frumkvæði, drifkraft og eljusemi sem hún hefur sýnt með því að koma þessu tímabili í sögu Íslendinga í þann búning sem upplifa má á sögusetrinu.
María hefur unnið mikið með ungu fólki og tekur m.a. á móti skólahópum á sögusetrinu sem er eins og góð vin í Eyjafirði og í göngu- og hjólafæri við þéttbýliskjarna. Hún hefur jafnframt verið hvatamaður að því að bjóða skólabörnum í leikhús í samstarfi við ýmis fyrirtæki á svæðinu. Þess má einnig geta að María er sú sem stendur að baki Fiðringi á Norðurlandi en það er hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Akureyrar og nágrennis. Fiðringur er að fyrirmynd Skrekks sem haldinn hefur verið í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi.
Viðurkenningargripurinn í ár er hannaður af leirlistakonunni Margréti Jónsdóttur á Akureyri. Listmunurinn er í formi nytjalistar, hvítur blómavasi sem jafnframt er kertastjaki, sé honum snúið á hvolf, til hliðar við vasann er leirkúla til skrauts.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember