Fréttir
NORA-styrkir
Tvisvar á ári er auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á vegum NORA, Norræna Atlantssamstarfsins. Umsóknarfrestir eru í byrjun mars og byrjun október. Hámarksstyrkur á ári eru 500 þúsund danskar krónur. Lágmarksskilyrði fyrir styrkveitingu eru að í það minnsta tvö aðildarlönd taki þátt og styrkfjárhæð getur ekki numið yfir 50% af heildarkostnaði verkefnis. Íslensk þátttaka í verkefnum styrktum af NORA hefur verið góð, á bilinu 70-90%. Á árinu 2021 tóku íslenskir aðilar þátt í öllum verkefnum sem hlutu verkefnastyrki, en þau voru 14 talsins og 33 umsóknir bárust. Af þessum 14 verkefnum leiddu íslenskir aðilar sex. Fjármagn til styrkja voru rúmar 4,7 milljónir danskra króna. NORA veitir styrki til verkefna sem stuðla að eflingu atvinnulífs og byggða með auknu samstarfi milli landanna. Samstarfsverkefni sem NORA hefur styrkt hafa skilað góðum árangri.
NORA er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja, Grænlands og norður- og vesturhluta Noregs og heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Höfuðstöðvarnar eru í Þórshöfn í Færeyjum en landsskrifstofur í hverju aðildarlandi og gegnir Byggðastofnun því hlutverki á Íslandi. Hvert land á þrjá fulltrúa í svokallaðri NORA-nefnd auk fulltrúa í framkvæmdarstjórn. Aðildarlöndin skiptast á formennsku árlega og verða Íslendingar með formennsku á árinu 2023.
Eins og áður sagði var 100% íslensk þátttaka í styrktum verkefnum árið 2021. Styrkt voru 14 verkefni og voru sum þeirra framhald fyrri verkefna. Þau voru:
Sjálfbærar sæbjúgnaveiðar. Styrkfjárhæð 300.000 dkk (danskar krónur).
Íslenskir þátttakendur Matís, Protis, Aurora Seafood ehf.
Verkefnið snýst um að skapa samstarfsvettvang um sjálfbæra nýtingu sæbjúgna.
Þang á norður-Atlantshafssvæðinu. Styrkfjárhæð 500.000 dkk.
Íslenskir þátttakendur Nordic Kelp ehf., Matís og Aurora Seafood ehf.
Kortleggja á hve vel Norður-Atlantshafssvæðið hentar til ræktunar nokkurra tegunda þangs með að markmiði að til verði blár og sjálfbær þang-iðnaður.
Rauðþang. Styrkfjárhæð 500.000 dkk.
Íslenskur þátttakandi RORUM ehf.
Rauðþang finnst á öllu Norður-Atlantshafssvæðinu og í þessu verkefni á að rækta það og nýta. Auka á þekkingu á sjálfbærri nýtingu rauðþangs.
Upplifunartúrismi. Styrkfjárhæð 60.000 dkk (forverkefnisstyrkur).
Íslenskur verkefnisstjóri Hjalteyri ehf.
Víða finnst autt fyrrum iðnaðarhúsnæði. Í þessu verkefni á að nýta aflagða síldarverksmiðju á Hjalteyri til ferðaþjónustu og leita samstarfs við fleiri lönd um þróun verkefnisins.
NACE. Styrkfjárhæð 432.413 dkk.
Íslenskur þátttakandi Faxaflóahafnir
Skoða á möguleika á að tengja hafnir á N-Atlantshafssvæðinu og járnbrautasamgöngur frá Narvik til suðaustur-Asíu. Áherslan er á græna vöruflutninga með tengingu hafna og rafrænna lestarferða.
Umbreytingatímar. Styrkfjárhæð 30.000 dkk (forverkefnisstyrkur).
Íslenskur verkefnisstjóri Breið ses.
Víða standa stórar byggingar auðar vegna breytinga í sjávarútvegi. Akranes er dæmigert samfélag hvað það varðar. Finna á samstarfsaðila í Færeyjum og Noregi sem glíma við svipuð úrlausnarefni.
Seamask. Styrkfjárhæð 150.000 dkk.
Íslenskur þátttakandi Mindaugas Andrijauskas.
Þetta er framhaldsverkefni og snýst um að framleiða andlitsgrímur úr fiskroði sem eru margnota og leysa einnota grímur af hólmi.
Trendy Cod. Styrkfjárhæð 250.000 dkk.
Íslenskir þátttakendur, Matís, Grímur kokkur o.fl.
Matvælaverkefni sem snýst um þróun tilbúinna rétta úr saltfiski/þorski. Þátttakendur úr fjórum löndum deila reynslu og þekkingu og þróa saman nýjar uppskriftir úr saltfiski eða hertum fiski.
VALOR, virðisauki í dreifbýli. Styrkfjárhæð 500.000 dkk.
Íslenskur verkefnisstjóri Skútustaðahreppur. Aðrir íslenskir þátttakendur, Mývatnsstofa, Þekkingarnet Þingeyinga o.fl.
Framhaldsverkefni um tilraunaeldhús með lambakjöt og gerð vegakorts um hringrásarhagkerfi matvöru og aukið virði matvæla í strjálbýli.
Ullartúrar. Styrkfjárhæð 500.000 dkk.
Íslenskur verkefnisstjóri Textílmiðstöð Íslands.
Lögð er áhersla á mikilvægi ullarinnar og þýðingu hennar í nútíma. Handverk og hefðir tengt ull er höfuðáhersla verkefnisins og tengsl við ferðaþjónustu.
ELECTIN. Styrkfjárhæð 300.000 dkk.
Íslenskur verkefnisstjóri Nýorka.
Verkefnið snýst um rafvæðingu flutningabílanna og hvernig á að tryggja hleðslu þeirra á langri leið og einnig um að gera samanburð á orkugjöfum.
Fjárfestingaenglar. Styrkfjárhæð 60.000 dkk (forverkefnisstyrkur).
Íslenskur þátttakandi Navilgo Slf.
Verkefnið snýst um að finna fjárfesta til frumkvöðlahugmynda, gjarnan einstaklinga sem vilja leggja fé í hugmyndir sem e.t.v. fá ekki brautargengi annars.
Innovation Lab á Grænlandi. Styrkfjárhæð 500.000 dkk.
Íslenskur þátttakandi Norðurslóðanet Íslands.
Markmiðið var að tryggja þátttöku frá NORA-svæðinu í UNLEASH árið 2022 og efla nýsköpunarhæfni ungmenna á svæðinu.
Samfélagsvirkni. Styrkfjárhæð 387.500 dkk.
Íslenskur þátttakandi North Atlantic Agency, Gyða Guðmundsdóttir
Skoða á hvernig hægt er að útvíkka sjálfbæra ferðaþjónustu með þátttöku samfélagsins á hverjum stað, með því að útbúa „verkfærakistu“ þar um.
Auk þessara 14 verkefna var NAMMCO-ráðstefnan Sjávarspendýr sem matvara styrkt um fjárhæð 430.834 dkk en ráðstefnan fjallaði um nýtingu hvala- og selafurða sem matvöru.
Sjá nánar: https://nora.fo/projects
Á fyrri umsóknarfresti 2022 bárust 13 umsóknir og verða þær afgreiddar á fyrri ársfundi NORA sem haldinn verður á Grænlandi í lok maí.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember