Fréttir
Innviðaráðherra úthlutar 35 milljónum til fjarvinnustöðva
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur úthlutað styrkjum að fjárhæð 35 milljónum króna til fjögurra verkefna vegna fjarvinnslustöðva. Frá árinu 2018 hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt átta verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva, á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Markmiðið með framlögum er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni.
Alls hefur verið úthlutað 133,6 m.kr. fyrir árin 2018-2020 til sjö verkefna. Auglýst var eftir umsóknum um styrki með umsóknarfresti 15. febrúar s.l. og til úthlutunar voru 35 m.kr. Alls bárust sex umsóknir um styrki að fjárhæð tæpar 196 m.kr. fyrir tímabilið 2022-2026.
Eftirfarandi fjögur verkefni hafa hlotið styrk:
Persónulegar heimildir: Myndir og minningar. Háskóli Íslands, rannsóknasetur á Ströndum hlýtur styrk að fjárhæð kr. 10.936.000,- fyrir árin 2022-2023. Verkefnið er fjarvinnsla á vegum Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum í samvinnu við söfn og þjóðmenningarstofnanir á svæðinu og á landsvísu. Ráða á í eitt og hálft stöðugildi til að safna upplýsingum og skrá menningararf á sviði þjóðfræði og koma honum á stafrænt og aðgengilegt form. Flokka á ljósmyndir frá Ströndum, gamlar dagbækur á landsvísu og viðtöl úr Vesturheimi og nýrri viðtöl tekin á Ströndum.
Skráning sóknarmannatala. Þjóðskjalasafn Íslands hlýtur styrk að fjárhæð kr. 16.504.000,- fyrir árin 2022-2023. Ráða á í tvö störf á Bakkafirði og Raufarhöfn. Koma á opinberum gögnum á stafrænt form og gera þau aðgengileg fyrir almenning. Um er að ræða innslátt sóknarmanntala sem varðveitt eru í frumritum í Þjóðskjalasafni í leitarbæran gagnagrunn. Sóknarmanntölin eru frumheimildir um líf og störf Íslendinga frá 18.-20. öld.
Skráning í Sarp við Menningarmiðstöð Þingeyinga á Húsavík. Þjóðminjasafn Íslands hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4.000.000,- fyrir árið 2022. Um er að ræða fjarvinnsluverkefni unnið við Menningarmiðstöð Þingeyinga á Húsavík. Verkefnið felur í sér að tengja og nýskrá upplýsingar um ljósmyndir sem varðveittar eru á Þjóðminjasafni í menningarsögulega gagnasafnið Sarp og gera ljósmyndirnar aðgengilegar almenningi. Um er að ræða 14 þúsund ljósmyndir og tilheyrandi lýsigögn.
Skönnun skjalasafns sýslumanns í starfskerfið Sýslu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3.560.000,- fyrir árið 2022. Um er að ræða átaksverkefni við skönnun skjalasafns sýslumanns í Vestmannaeyjum í starfskerfið Sýslu. Áríðandi er að skjalasafnið verði aðgengilegt á rafrænu formi, áður en skjalasafnið, sem er að mestu leyti á pappírsformi, verður afhent Þjóðskjalasafni. Verkefnið nær til allra málaflokka sem eru í starfskerfinu Sýslu. Að því verður mikill vinnusparnaður fyrir embættið. Ráða á í hálft stöðugildi í eitt ár eða heilt stöðugildi í hálft ár.
Þriggja manna valnefnd mat umsóknir og gerði tillögur til ráðherra. Við mat á umsóknum voru skoðaðir þættir eins og íbúaþróun, samsetningu atvinnulífs og atvinnustig og þróun á starfsmannafjölda viðkomandi stofnunar undanfarin ár, auk þess sem valnefndin studdist við níu matsþætti til grundvallar niðurstöðu. Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna.
Í valnefnd sitja Elín Gróa Karlsdóttir, fjármálastjóri hjá Ferðamálastofu, Sigurður Árnason sérfræðingur á Byggðastofnun, sem jafnframt er formaður og Snorri Björn Sigurðsson fyrrverandi forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Skipun valnefndar og mat umsókna eru í samræmi við reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember