Fréttir
Íbúafundur í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar
21 júní, 2022
Íbúafundur var haldinn miðvikudaginn 15. júní sl. í byggðaþróunarverkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar í Félagsheimilinu á Þingeyri. Fámennt en góðmennt var á fundinum. Arna Lára Jónsdóttir formaður stjórnar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Því næst flutti Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, ávarp.
Lesa meira
Ársfundur Vestfjarðastofu 2022
21 júní, 2022
Ársfundur Vestfjarðastofu 2022 var haldinn á Ísafirði þriðjudaginn 14. júní síðastliðinn. Til umræðu á fundinum voru framtíðarhorfur atvinnulífs og samfélaga á Vestfjörðum með yfirskriftina Vestfirðir í vörn eða sókn?
Lesa meira
Byggðaáætlun 2022-2036 samþykkt á Alþingi
18 júní, 2022
Alþingi samþykkti 15. júní sl. þingsályktunartillögu innviðaráðherra um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2026. Aðgerðaáætlunin kveður á um 44 aðgerðir. Öll ráðuneytin eru beinir aðilar að byggðaáætlun og ber hvert þeirra ábyrgð á minnst einni aðgerð. Flestar aðgerðirnar eru á ábyrgð innviðaráðuneytis, alls 12 og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ber ábyrgð á 10 aðgerðum.
Lesa meira
Forsendur sauðfjárbúskapar á Íslandi við það að bresta
13 júní, 2022
Í nýrri samantekt Byggðastofnunar, sem unnin var að beiðni Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra og ráðherra byggðamála, kemur fram að rekstrarafkoma sauðfjárbúa, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, hafi verið neikvæð frá árinu 2018. Ekki er útlit fyrir að rekstur sauðfjárbúa batni á næstu árum og að óbreyttum tekjum eru forsendur sauðfjárbúskapar brostnar.
Lesa meira
Skilaboð íbúaþings á Stöðvarfirði
3 júní, 2022
Í mars síðastliðnum var íbúaþing haldið á Stöðvarfirði undir merkjum Brothættra byggða. Þar með hófst vegferð íbúa byggðarlagsins í byggðaþróunarverkefni sem er samstarfsverkefni á milli Fjarðabyggðar, Austurbrúar, Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og Byggðastofnunar. Samkvæmt samningi þessara aðila er gert ráð fyrir að verkefnið vari í um fjögur ár. Íbúar völdu verkefninu nafnið Sterkur Stöðvarfjörður.
Lesa meira
Fyrsta kalli Norðurslóðaáætlunarinnar lýkur 20. júní
1 júní, 2022
Fyrsta kalli Norðurslóðaáætlunarinnar 2021-2027 lýkur þann 20. júní kl. 10:00 að íslenskum tíma (12:00 CET). Opið er fyrir verkefni sem snúa að forgangssviðum 1 - að styrkja nýsköpunarhæfni þrautseigra og aðlaðandi samfélaga á starfssvæði áætlunarinnar og 2 - að styrkja getu samfélaga á starfssvæði áætlunarinnar til að laga sig að loftslagsbreytingum og bættri auðlindanýtingu.
Lesa meira
Ársfundur Byggðastofnunar
1 júní, 2022
Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn á Varmalandi fimmtudaginn 5. maí síðastliðinn. Þema fundarins var ,,óstaðbundin störf“.
Lesa meira
Lokarannsókn meistaranema á starfi menningar- og ferðamálafulltrúa
30 maí, 2022
Herdís Ýr Hreinsdóttir lauk nýverið prófi til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, en hún hlaut styrk frá Byggðastofnun til að ljúka þessu verkefni. Lokaverkefni hennar nefnist „Skemmtilegasti hluti stjórnsýslunnar“. Tilviksrannsókn á starfi menningar- og ferðamálafulltrúa sveitarfélaga á Íslandi.
Lesa meira
Nýr starfsmaður ráðinn á þróunarsvið Byggðastofnunar
30 maí, 2022
Í byrjun apríl auglýsti Byggðastofnun eftir sérfræðingi til starfa á þróunarsviði stofnunarinnar. Alls bárust fimmtán umsóknir, fjórar frá körlum og ellefu frá konum. Ákveðið hefur verið að ráða Hönnu Dóru Björnsdóttur í starfið.
Lesa meira
Sérfræðingar fyrirtækjasviðs verða í Reykjanesbæ
20 maí, 2022
Lánasérfræðingar Byggðastofnunar verða til viðtals á skrifstofu Heklunnar í Reykjanesbæ þriðjudaginn 24. maí.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember