Fréttir
Skaftárhreppur til framtíðar: Samstarfssamningur undirritaður
Í gær var undirritaður samstarfssamningur Byggðastofnunar, SASS og Skaftárhrepps um verkefnið „Skaftárhreppur til framtíðar“, á fundi verkefnisstjórnar á Kirkjubæjarklaustri.
Verkefnið hófst með íbúaþingi í október 2013 og hefur verkefnisstjórn verið starfandi frá vori það ár. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að skapa skýrari ramma fyrir verkefnið, en samkvæmt honum verður verkefnistíminn út gildistíma byggðaáætlunar, eða til ársins 2017. Jafnframt hefur Eirný Vals verið ráðin verkefnisstjóri til að fylgja þeim málefnum sem rædd voru á íbúaþinginu, svo og öðrum framfaramálum svæðisins sem á dagskrá kunna að verða. Eirný er starfsmaður SASS og mun starfa í nánum tengslum við stjórn þessa verkefnis.
Nokkur mannabreyting hefur orðið í verkefnisstjórninni frá fyrstu skipan hennar. Í verkefnisstjórn sitja nú þau Eva Björk Harðardóttir oddviti Skaftárhrepps, Þórarinn E. Sveinsson og Fanney Björg Sveinsdóttir, atvinnuráðgjafar SASS, en Auðbjörg B. Bjarnadóttir er áfram fulltrúi íbúa. Sigríður K. Þorgrímsdóttir er áfram fulltrúi Byggðastofnunar og auk hennar tók Kristján Þ. Halldórsson sæti í stjórninni.
Á fundi verkefnisstjórnar á fimmtudaginn var m.a. rætt um hvernig best sé að fylgja eftir málefnum sem rædd voru á íbúaþinginu, t.d. með því að setja upp faghópa fyrir einstök verkefni.
Rætt var um stöðu mála í Skaftárhreppi, ekki síst málefni þekkingarseturs og lagningu ljósleiðara. Fram kom að kostnaðargreining sýnir að það kostar hálfan milljarð að leggja fyrir rafmagni og ljósleiðara. Skaftárhreppur getur ekki staðið að baki þeirri framkvæmd. Brýnt eð að stjórnvöld beiti sér myndarlega í þessum stóru hagsmunamálum svæðisins án tafar í samstarfi við heimamenn.
Mikil nýliðun hefur verið í landbúnaði undanfarið. Að sumu leyti gæti þetta tengst verkefninu Skaftárhreppur til framtíðar og þá meðal annars nýjum lánaflokki Byggðastofnunar, en einhverjar umsóknir bárust af svæðinu.
Í undirbúningi er að halda íbúafund þar sem nýráðinn verkefnisstjóri og ný verkefnisáætlun verða kynnt fyrir íbúum og leitað eftir sjónarmiðum þeirra.
Undirritun samnings, f.v., Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Fanney Björg Sveinsdóttir atvinnuráðgjafi hjá SASS.
Stjórn verkefnisins Skaftárhreppur til framtíðar, f.v.: Aðalsteinn Þorsteinsson, Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Þórarinn Sveinsson, Auðbjörg B. Bjarnadóttir, Eirný Vals, Eva Björk Harðardóttir, Fanney B. Sveinsdóttir og Kristján Þ. Halldórsson.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember