Fara í efni  

Fréttir

Níu ný verkefni með íslenskri þátttöku í Norðurslóðaáætluninni

Norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands, Írlands ásamt Norður-Írlandi, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi eiga aðild að áætluninni.  Norðurslóðaáætluninni er ætlað að stuðla að samstarfsverknum sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum viðfangsefnum norðurhéraða.  Áherslur verkefna geta verið á nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, endurnýjanlega orkagjafa og orkusparnað, verndun náttúru og menningar og hagkvæma nýtingu auðlinda á norðurslóðum.

Heildarfjármagn áætlunarinnar er 56 milljónir evra og þar af er framlag Íslands 1,8 milljónir fyrir tímabilið 2014-2020 og er íslensk verkefnaþátttaka eingöngu styrkt með því fjármagni.   Einstök verkefni fá stuðning eftir mat sérfræðinga í öllum aðilarlöndunum og er stuðningur einnig háður a.m.k. 40% mótframlagi hvað íslenska þátttakendur varðar.

Á fyrsta umsóknarfresti Norðurslóðaáætlunarinnar bárust 20 verkefnaumsóknir og þar af voru 15 með íslenskum þátttakendum. Verkefnisstjórn NPA samþykkti stuðning við 13 verkefni og þar af eru níu með íslenskri þátttöku.  Umsóknir í íslenska hlutann voru mun hærri en það fjármagn sem til ráðstöfunar var, sem kom niður á úthlutun.

Verkefnin með íslenskri þátttöku sem hlutu stuðning á fyrsta umsóknarfresti eru:

  • Smart Labels for High-quality Products (Smart-Fish): Samstarfsverkefni Norður-Írlands, Finnlands og Íslands um þróun og hagnýtingu snjallstrikamiða sem tryggir rekjanleika matvæla frá framleiðanda til neytanda.  Íslenski þátttakandinn er Háskóli Íslands sem jafnframt fer með verkefnisstjórn.
  • Utilisation of the Arctic Sea Urchin Resource (URCHINS): Samstarfsverkefni Íslands, Noregs og Skotlands um þróun nýrra aðferða við veiðar og nýtingu ígulkera.  Íslensku þátttakendurnir eru Matís, Hafrannsóknarstofnun og Þórishólmi í Stykkishólmi.
  • New Markets for a Changing Environment (CEREALS): Samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Færeyja og Kanada um ræktun korns til drykkja- og matvælaframleiðslu á norðurslóðum í samstarfi við garðyrkjubændur. Íslensku þátttakendurnir eru Landbúnaðarháskóli Íslands og Matís sem fer með verkefnisstjórn.
  • Creative Momentun (CM): Samstarfsverkefni  Írlands, Norður-Írlands, Skotlands, Finnlands og Íslands um eflingu skapandi greina og menningastarfs.  Íslenski þátttakandinn er Eyþing landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðausturlandi.
  • Drifting Apart: Reuniting our geological heritage:  Samstarfsverkefni Íslands, Norður-Írlands, Noreg, Skotlands, Rússlands og Kanada um eflingu og uppbyggingu jarðvanga í tengslum við sjálfbæra ferðaþjónustu, eflingu rannsókna og fræðsluefni um jarðfræði jarðvanga.  Íslenski aðilinn er Reykjanes jarðvangur í samstarfi við Saga jarðvangur í Borgarnesi, Háskólafélag Suðurlands og Fjölheima.
  • Craft Reach:  Samstarfsverkefni Íslands, Noregs, Færeyja, Norður-Írlands, Írlands og Kanada um viðskiptamódel fyrir handverksfólk.  Viðskiptamódel sem styður við útflutning á handverksvörum og eflir frumkvöðlastarfsemi meðal ungs fólks.  Íslenski þátttakandinn er Matís.
  • Making Regional Manufacturing Globally Competitive and Innovative (Target):  Samstarfsverkefni Íslands, Norður-Írlands, Finnlands, Noregs og Írlands um aukna nýsköpun, þróun nýrra tæknilausna og samkeppnishæfni iðnfyrirtækja.  Íslenski þátttakandinn er Háskóli Íslands.
  • Involving the community to co-produce public services (IMPROVE):  Samstarfsverkefni Íslands, Norður-Írlands, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs markmið þess að er auka nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og auka íbúalýðræði.  Íslensku þátttakendurnir eru Sveitarfélagið Borgarbyggð og Háskólinn á Bifröst.
  • Slow Adventure in Northern Territories (SAINTS):  Samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Norður-Írlands, Svíþjóðar, Írlands, Finnlands og Noregs, um skipulag ferðaþjónustu sem er í takt við umhverfi og náttúru.  Íslensku þátttakendurnir eru Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Höfn og Rannsóknarmiðstöð ferðmála.

Ýmsir viðburðir eru haldnir reglulega s.s. kynningarfundir, námskeið og verkefnastefnumót til þess að kynna áætlunina, leiðbeina umsækjendum og leiða saman aðila með verkefnahugmyndir og auðvelda þeim leit að samstarfsaðilum.  Námskeið fyrir verkefnisstjóra nýrra verkefna verður haldið í Svolvör í Noregi dagana 24.-25. mars, annað námskeið fyrir verkefnisstjórnendur verður haldið 1. október í Finnlandi.  Þá verður námskeið fyrir verkefnisstjóra forverkefna sem eru að skrifa aðalumsóknir 20. ágúst í Kaupmannhöfn og ársfundur Norðurslóðaáætlunar verður 30. september í Kuopio í Finnlandi. Næsti frestur til að skila inn aðalumsóknum er til 10. apríl nk. en það er alltaf opið fyrir forverkefnisumsóknir.

Íslenskir aðilar sem hyggjast sækja um verkefnastuðning er bent á að hafa samband við Sigríði Elínu Þórðardóttur á netfangið sigridur@byggdastofnun.is  eða í síma 455 5400.  

Ítarlegar upplýsingar um áætlunina og umsóknareyðublöð er að finna á heimsíðunni www.interreg-npa.eu


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389