Fréttir
Eyrarrósarlistinn 2015 birtur
Í ár barst mikill fjöldi umsókna um Eyrarrósina hvaðanæva af landinu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.
Eyrarrósarlistinn 2015 birtir nöfn þeirra tíu verkefna sem eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár. Verkefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og koma alls staðar að af landinu. Þann 18.mars næstkomandi verður tilkynnt hvaða þrjú verkefni hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en hin tvö verkefnin hljóta peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.
Eyrarrósarlistinn 2015
* Braggast á Sólstöðum * Nes Listamiðstöð
* Ferskir vindar * Orgelsmiðjan á Stokkseyri
* Frystiklefinn * Sköpunarmiðstöð á Stöðvarfirði
* Listasafn Árnesinga * Verksmiðjan á Hjalteyri
* Listasafnið á Akureyri * Þjóðlagasetrið á Siglufirði
Eyrarrósin verður afhent með viðhöfn laugardaginn 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Að venju mun Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhenda verðlaunin.
Nánar um verkefnin á Eyrarrósarlistanum 2015
Braggast á Sólstöðum
Í Bragganum í Öxarfirði hefur verið metnaðarfullt sýningarhald síðastliðin 10 ár með áherslu á samtímalist. Bragginn er rekin af listakonunni Yst með það að markmiði að halda árlegar sýningar og vera í stöðugri nýsköpun. Fjöldi listamanna hefur tekið þátt í sýningum og menningarviðburðum í Bragganum.
Ferskir vindar
Ferskir vindar er alþjóðleg listahátíð í Garði. Markmið hátíðarinnar er að skapa lifandi umhverfi sem allir njóta góðs af og færa listina til fólksins. Um 50 listamenn taka þátt í hátíðinni. Með listahátíðinni er verið að efla menningu og listir á Suðurnesjum og laða að ferðamenn utan háannatíma.
Frystiklefinn
Frystiklefinn á Rifi er menningarmiðstöð og listamannaaðsetur þar sem haldnir eru menningar- og sögutengdir viðburðir allt árið um kring. Markmið Frystiklefans er að stuðla að auknu framboði og fjölbreytni í menningarlífi á Vesturlandi, auka þátttöku bæjarbúa og gesta í menningar- og listviðburðum og að varðveita, nýta og miðla sagnaarfi Snæfellinga.
Listasafn Árnesinga
Í Listasafni Árnesinga fer fram metnaðarfullt sýningarhald. Að jafnaði eru settar upp fjórar til sex sýningar á ári. Áherslan í sýningarhaldi og meginmarkmið safnsins er að efla áhuga, þekkingu og skilning á sjónlistum með sýningum, fræðslu, umræðu og öðrum uppákomum sem samræmast kröfu safnsins um metnað, fagmennsku og nýsköpun.
Listasafnið á Akureyri
Listasafnið á Akureyri hefur verið starfandi síðan 1993. Auk hefðbundins sýningarhalds í tveim húsum hefur fræðsluþátturinn verið aukin með skipulögðum heimsóknum allra skólastiga. Hádegisleiðsögn er alla fimmtudaga um sýningar safnsins auk þess eru vikulegir fyrirlestrar í samvinnu við skóla í bænum. Safnið hyggst leitast við að styrkja tengslin við listamenn og aðra sem vinna að listmiðlun á Norðurlandi.
Nes listamiðstöð
Nes listamiðstöð var stofnuð árið 2008. Fjölmargir listamenn hafa dvalið á Skagaströnd frá opnun listamiðstöðvarinnar og margir hverjir hafa tekið þátt í ýmsum verkefnum m.a. í leik- og grunnskólum. Mánaðarlegir viðburðir eru í listamiðstöðinni með þátttöku heimamanna. Listamiðstöðin Nes hefur haft jákvæð áhrif á nærsamfélagið og gefið íbúum á öllum aldri og gestum tækifæri til að kynnast fjölbreyttri listsköpun.
Orgelsmiðjan á Stokkseyri
Orgelsmiðjan á Stokkseyri er eina starfandi pípuorgelverkstæði landsins. Pípuorgelsmíði er blanda af listhönnun og iðngrein þar sem tónlist, fagursmíði og hönnun sameinast. Orgelsmiðjan hefur verið starfrækt síðan 1986 en á síðasta ári opnaði þar fræðslusýning sem byggir á hugmyndafræði „Economuseum“ eða hagleikssmiðju, einnig er rýmið notað til tónleikahalds.
Sköpunarmiðstöðin Stöðvarfirði
Árið 2011 var farið af stað með Sköpunarmiðstöð á Stöðvarfirði. Hugmyndafræði miðstöðvarinnar byggir á sjálfbærni og að nýta samlegðaráhrif skapandi einstaklinga og verkstæða. Með því skapast aðstæður þar sem þekkingarmiðlun og samvinna á sér stað milli greina með tilheyrandi nýsköpun með það að markmiði að til verði áhugaverð störf skapandi greina.
Verksmiðjan Hjalteyri
Verksmiðjan á Hjalteyri er lista- og menningarmiðstöð sem hóf göngu sína árið 2008 og fer þar fram metnaðarfullt starf stóran hluta úr árinu. Verksmiðjan hefur frá upphafi lagt áherslu á blandað verkefnaval þó myndlistin sé í forgrunni og þá einkum í formi sýningarhalds, kennsluverkefna og námskeiða. Starfsemi Verksmiðjunnar hefur verið að eflast á síðustu árum og vakið verðskuldaða athygli innanlands sem utan.
Þjóðlagasetrið á Siglufirði
Frá stofnun Þjóðlagaseturs hefur það stuðlað að söfnun, varðveislu og miðlun íslensks þjóðlagaarfs. Í Þjóðlagasetrinu er sagt frá þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar auk þess má þar sjá margvísleg alþýðuhljóðfæri. Einnig hefur setrið staðið fyrir fjölbreyttum viðburðum.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember