Fara í efni  

Fréttir

Fróðlegur fundur í Dalabyggð

Fróðlegur fundur í Dalabyggð
Heimsókn í Dalabyggð

Stjórn Byggðastofnunar sat fund með verkefnisstjórn DalaAuðs í Vínlandssetrinu í Búðardal fimmtudaginn 24. nóv. sl. Á fundinum gafst stjórnarfólki tækifæri til að fræðast um framvindu upphafsáfanga byggðaþróunarverkefnis í Brothættum byggðum. Fyrr á árinu hófst verkefnið DalaAuður, verkefnisstjórn var skipuð og verkefnisstjóri, Linda Guðmundsdóttir, var ráðin til starfa hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi í kjölfarið. Þá þegar hófst vinna að stöðugreiningu byggðarlagsins og undirbúningi að íbúaþingi sem markar formlegt upphaf á þátttöku íbúa í verkefninu. Tveggja daga íbúaþing var haldið í mars sl. og á grunni skilaboða íbúaþings og fyrrnefndrar stöðugreiningar var verkefnisáætlun DalaAuðs gefin út. Verkefnisáætlunin er leiðarvísir um framvindu verkefnisins en í henni birtast meginmarkmið þess ásamt starfsmarkmiðum.

Á fundinum kynnti Linda Guðmundsdóttir framvindu verkefnisins til þessa og áform um næstu skref. Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, greindi frá sýn sveitarfélagsins á stöðu byggðarlagsins og rakti ástæður þess að Dalabyggð óskaði eftir þátttöku í verkefninu Brothættum byggðum. Bjarnheiður Jóhannsdóttir, annar tveggja fulltrúa íbúa í verkefnisstjórn, vakti athygli á aðkomu og virkri þátttöku íbúa í verkefninu og gildi verkefnisins fyrir þá. Það var ánægjulegt að sjá og heyra að heimafólk hefur tekið verkefninu fagnandi og samstaða ríkir um að nýta verkefnið í þeim tilgangi að efla mannlíf og byggð í Dölunum.

Nýverið var styrkjum úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs til fjölbreyttra frumkvæðisverkefna. Fundargestum gafst tækifæri til að sækja heim þrjá styrkhafa og fræðast um verkefni þeirra. Ungmennafélagið Ólafur Pá fékk styrk til að koma upp fjölnota aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara og aðra sérfræðinga s.s. iðjuþjálfa í rými þar sem félagið starfrækir heilsuræktaraðstöðu. Kjötvinnslan í Miðskógi var einnig sótt heim en þar hafa ábúendur komið upp aðstöðu til fullvinnslu afurða. Þeir hyggja m.a. á námskeiðahald í kjötvinnslu. Í lok dagskrár heimsóttu fundargestir Rjómabúið á Erpsstöðum þar sem boðið var upp á dýrindis osta, sultur, mysudrykk og fleira auk þess sem Þorgrímur, staðarhaldari og annar fulltrúi íbúa í verkefnisstjórn DalaAuðs, sagði á skemmtilegan hátt frá því að jólasveinarnir íslensku eigi rætur sínar að rekja í Dalabyggð. Sannarlega góður, fróðlegur og skemmtilegur dagur í Dalabyggð og eiga heimamenn miklar þakkir skildar fyrir góðar móttökur.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í Dalabyggð. Myndirnar tók Kristján Þ. Halldórsson hjá Byggðastofnun.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389