Fara í efni  

Fréttir

Starf sérfræðings á rekstrarsviði Byggðastofnunar

Byggðastofnun óskar eftir að ráða öflugan og nákvæman sérfræðing á rekstrarsvið stofnunarinnar. Meðal verkefna er umsjón áhættustýringar. Sem umsjónarmaður áhættustýringar hefur starfsmaður umsjón með gerð áhættustefnu stofnunarinnar og ber ábyrgð á gerð ársfjórðungslegra áhættuskýrslna sem kynntar eru stjórn stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjónarmaður áhættustýringar
  • Skýrslugerð og skýrsluskil til eftirlitsaðila og annarra hagaðila
  • Koma að gerð ársreiknings og árshlutauppgjörs
  • Umsjón með tryggingakerfi útlána stofnunarinnar
  • Yfirferð og staðfesting á kostnaðaruppgjörum í NPA verkefnum
  • Umsjón með Grænum skrefum stofnunarinnar
  • Staðgengill launafulltrúa, aðalbókara og bókara í forföllum þeirra

Menntunar og hæfniskröfur

  • Háskólapróf á sviði viðskipta- eða hagfræði, framhaldsnám með sérsviði endurskoðunar er kostur
  • Góð fjármálaþekking og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Reynsla af greiningarvinnu, góð greiningarhæfni og færni í Excel
  • Reynsla af notkun matrix Loan og Business Central er kostur
  • Reynsla og þekking af lána og/eða bankastarfsemi er kostur
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi ásamt lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt, í hópi og undir álagi

Frekari upplýsingar um starfið

Æskilegt er að að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%. Launakjör eru í samræmi við kjarasamning SSF. Starfið er staðsett á nýrri skrifstofu Byggðastofnunar á Sauðárkróki. Hjá stofnuninni starfa 25 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn sem sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði byggðamála.

Sauðárkrókur er höfuðstaður Skagafjarðar og einn öflugasti byggðakjarni landsbyggðarinnar. Þar er fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Fjölbreytt þjónusta er í boði, kröftugt menningarlíf og öflugt íþróttalíf. Í Skagafirði eru skólar á öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla. Íbúar Sauðárkróks er rúmlega 2.600 talsins.

Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknin getur gilt í sex mánuði frá birtingu. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Senda skal umsókn til Byggðastofnunar, Sauðármýri 2, 550 Sauðárkróki eða á netfangið postur@byggdastofnun.is

Umsóknarfrestur er til og með 13. desember 2022.

Nánari upplýsingar veitir

Frekari upplýsingar veitir Magnús Helgason forstöðumaður rekstrarsviðs, magnus@byggdastofnun.is eða í síma 455 5400


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389