Fara í efni  

Fréttir

Tíu af ellefu umsóknum um forverkefni samþykktar

Í byrjun desember samþykkti stjórn Norðurslóðáætlunarinnar að styðja tíu forverkefni, en þar af eru fjögur með íslenskum þátttakendum. Megin tilgangur forverkefna er að undirbúa aðalverkefni, með því m.a. með því að vinna fýsileikakannanir, skilgreina markhópa og mynda samstarfshóp um framkvæmd aðalverkefnis.  

Eftirtalin verkefni með íslenskri þátttöku voru samþykkt.

NPA KET - Value chain analyses of transdisciplinary “KET-enabled” makerspaces

„Green Deal“ Evrópusambandsins hvetur háskóla og atvinnulíf til breytinga á atvinnuháttum með nýsköpun. Jaðarsvæði þarfnast aðstöðu sem gerir mismunandi þekkingu kleift að renna saman í tilraunastofuumhverfi – sköpunarstöð. Virkni slíkra sköpunarstöðva ræðst af aðgengi þeirra að lykiltækni (e. key enabling technologies), s.s. nýjum efnum, rafeindatækni, ljóseðlisfræði og gervigreind. Aðgengi að slíkum sköpunarstöðvum skapa tækifæri til nýsköpunar sem höfðar til ungs fólks til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja á áætlunarsvæðinu. Í verkefninu verður beitt nýrri aðferðafræði við greiningu á því hvernig slíkar sköpunarstöðvar geti sem best komið til móts við staðbundnar þarfir.   

Þátttakendur eru University of Galway (IE), sem leiðir verkefnið,  Centria University of Applied Sciences (FI) og Háskóli Íslands.

Heildarverkefniskostnaður er 99.997 evrur og þar af er íslenski hlutinn 30.768 evrur.

BRAIN - Building Resilient And Innovative Networks among rural communities

Verkefnið er fýsileikakönnun og þarfagreining varðandi stafræna stoðþjónustu við fyrirtæki og samfélög í að nýta sér stafræna tækni í tengslum við loftslagsbreytingar. Fókusinn er á græn viðskiptamódel og hringrásarhagkerfi. Í aðalverkefni yrði síðan komið upp stafrænni miðstöð sem miðlaði þekkingu og aðstoðaði samfélög og fyrirtæki í hinum ýmsu atvinnugreinum í að þróa starfsemi sína til minni umhverfisáhrifa jafnhliða efnahagslegri sjálfbærni.   

Þátttakendur eru The Gaeltacht Authority Partnership, sem leiðir verkefnið, Karelia University of Applied Sciences (FI), Innovation and Management Centre CLG T/A WestBIC (IE), Mayo County Council (IE) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Heildarverkefniskostnaður er 49.994 evrur og þar af er íslenski hlutinn 10.100 evrur.

ARCTICOATS - Adapted and Resilient OATS for northern periphery areas

Með hlýnandi veðurfari breytast ræktunarforsendur á norðurslóðum sem geta leitt til eflingar landbúnaðar á svæðinu sem atvinnugreinar og bætt fæðuöryggi þess. Þó hafrar sýni sig í að geta vaxið í köldu loftslagi eru óleystar áskoranir hvað varðar veðurþol, sjúkdóma, mismunandi jarðveg og langa daga. Það er því mikilvægt að breikka erfðafræðilegan grunn og finna yrki sem henta þeim veður- og jarðvegsskilyrðum sem eru á svæðinu. Það er markmið verkefnisins, en vegna þess hve lítill núverandi markaður er hafa þau fyrirtæki sem starfandi eru á sviðinu ásamt viðkomandi háskólum ákveðið að taka höndum saman um þróun yrkja með forræktun og nýjustu tækni.

Þátttakendur eru Natural Resources Institute Finland (FI), sem leiðir verkefnið og Landbúnaðarháskóli Íslands.

Heildarverkefniskostnaður er 48.607 evrur og þar af er íslenski hlutinn 20.657 evrur.

BioDiver - Biodiversity sustaining carbon management in degraded lands and cut-away peatlands in Northern periphery and Arctic regions

Kolefnisföngun á heimsvísu þarf að haldast í hendur við líffræðilegan fjölbreytileika og á starfssvæði Norðurslóðaáætlunarinnar eru svæði sem þróa má til betri kolefnisbindingar, m.a. uppblásturssvæði hér á landi. Markmið verkefnisins er að koma upp aðgerðamódeli þar sem sjálfbærni næst með samstarfi ólíkra aðila þar sem efnahagslegur ávinningur helst í hendur við líffræðilega fjölbreytni. Til að ná slíkum markmiðum þurfa landeigendur tekjur til að viðhalda jafnvægi milli kolefnisbindingar og líffræðilegs fjölbreytileika.

Þátttakendur eru University of Eastern Finland (FI), sem leiðir verkefnið, Norwegian University of Science and Technology (NO) og Landbúnaðarháskóli Íslands.

Heildarverkefniskostnaður er 99.085 evrur og þar af er íslenski hlutinn 24.570 evrur.

 


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar febrúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389