Fréttir
Nora styrkir sex verkefni
29 júní, 2022
Ársfundur NORA var haldinn á Suður-Grænlandi í byrjun júní. Á fundinum var meðal annars ákveðið að styrkja sex samstarfsverkefni og nemur styrkfjárhæðin 2,6 milljónum danskra króna.
Lesa meira
Samanburður fasteignagjalda heimila árið 2022
23 júní, 2022
Nú er komin út skýrsla um fasteignagjöld viðmiðunareignar 2022. Samhliða skýrslunni hefur mælaborð verið uppfært fyrir öll matssvæðin í greiningunni sem eru nú 99 talsins. Heildarfasteignamat viðmiðunareignar er að meðaltali 46,3 m.kr. og fasteignagjöld að meðaltali 363 þ.kr. Mikill munur er á upphæðum fasteignagjalda milli matssvæða, sérstaklega í sameinuðum sveitarfélögum þar sem álagningarhlutföll eru þau sömu hvort sem eignir eru staðsettar í stærri eða minni byggðakjörnum sveitarfélagsins.
Lesa meira
Eyrarrósarhafi 2021, heiðursmóttaka á Listahátíð í Reykjavík
22 júní, 2022
Móttaka var haldin til heiðurs handhafa Eyrarrósarinnar 2021, Brúðuleikhúsinu Handbendi á Hvammstanga, á Listahátíð í Reykjavík í Iðnó sl. fimmtudag. Handbendi var stofnað árið 2016 af Gretu Clough sem jafnframt er leikstjóri, brúðuleikari og listrænn stjórnandi brúðuleikhússins. Eyrarrósin hefur verið veitt frá árinu 2005 en það eru Byggðastofnun, Listahátíð í Reykjavík og Icelandair sem staðið hafa í sameiningu að viðurkenningunni, sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Verndari Eyrarrósarinnar er frú Eliza Reid forsetafrú og heiðraði hún samkomuna með nærveru sinni.
Lesa meira
Íbúafundur í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar
21 júní, 2022
Íbúafundur var haldinn miðvikudaginn 15. júní sl. í byggðaþróunarverkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar í Félagsheimilinu á Þingeyri. Fámennt en góðmennt var á fundinum. Arna Lára Jónsdóttir formaður stjórnar setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Því næst flutti Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, ávarp.
Lesa meira
Ársfundur Vestfjarðastofu 2022
21 júní, 2022
Ársfundur Vestfjarðastofu 2022 var haldinn á Ísafirði þriðjudaginn 14. júní síðastliðinn. Til umræðu á fundinum voru framtíðarhorfur atvinnulífs og samfélaga á Vestfjörðum með yfirskriftina Vestfirðir í vörn eða sókn?
Lesa meira
Byggðaáætlun 2022-2036 samþykkt á Alþingi
18 júní, 2022
Alþingi samþykkti 15. júní sl. þingsályktunartillögu innviðaráðherra um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2026. Aðgerðaáætlunin kveður á um 44 aðgerðir. Öll ráðuneytin eru beinir aðilar að byggðaáætlun og ber hvert þeirra ábyrgð á minnst einni aðgerð. Flestar aðgerðirnar eru á ábyrgð innviðaráðuneytis, alls 12 og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ber ábyrgð á 10 aðgerðum.
Lesa meira
Forsendur sauðfjárbúskapar á Íslandi við það að bresta
13 júní, 2022
Í nýrri samantekt Byggðastofnunar, sem unnin var að beiðni Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra og ráðherra byggðamála, kemur fram að rekstrarafkoma sauðfjárbúa, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, hafi verið neikvæð frá árinu 2018. Ekki er útlit fyrir að rekstur sauðfjárbúa batni á næstu árum og að óbreyttum tekjum eru forsendur sauðfjárbúskapar brostnar.
Lesa meira
Skilaboð íbúaþings á Stöðvarfirði
3 júní, 2022
Í mars síðastliðnum var íbúaþing haldið á Stöðvarfirði undir merkjum Brothættra byggða. Þar með hófst vegferð íbúa byggðarlagsins í byggðaþróunarverkefni sem er samstarfsverkefni á milli Fjarðabyggðar, Austurbrúar, Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og Byggðastofnunar. Samkvæmt samningi þessara aðila er gert ráð fyrir að verkefnið vari í um fjögur ár. Íbúar völdu verkefninu nafnið Sterkur Stöðvarfjörður.
Lesa meira
Fyrsta kalli Norðurslóðaáætlunarinnar lýkur 20. júní
1 júní, 2022
Fyrsta kalli Norðurslóðaáætlunarinnar 2021-2027 lýkur þann 20. júní kl. 10:00 að íslenskum tíma (12:00 CET). Opið er fyrir verkefni sem snúa að forgangssviðum 1 - að styrkja nýsköpunarhæfni þrautseigra og aðlaðandi samfélaga á starfssvæði áætlunarinnar og 2 - að styrkja getu samfélaga á starfssvæði áætlunarinnar til að laga sig að loftslagsbreytingum og bættri auðlindanýtingu.
Lesa meira
Ársfundur Byggðastofnunar
1 júní, 2022
Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn á Varmalandi fimmtudaginn 5. maí síðastliðinn. Þema fundarins var ,,óstaðbundin störf“.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember