Fara í efni  

Fréttir

Styrkt verkefni meistaranema

Byggðastofnun veitir árlega styrki til meistaranema sem vinna lokaverkefni á sviði byggðaþróunar. Nýverið útskrifuðust þrír meistaranemar sem hlutu styrk frá stofnuninni. Byggðastofnun óskar þeim ölllum til hamingju með áfangann. Nemendurnir og verkefnin eru eftirfarandi:

Brynjólfur Brynjólfsson, Landbúnaðarháskóli Íslands: Impact of sheep grazing on botanic diversity and species richness. Hlaut styrk árið 2021.

Brynjólfur

 Verkefnið fjallar um áhrif mislangrar friðunar annars vegar og sauðfjárbeitingar hins vegar á tegundafjölbreytileika í íslenskri náttúru. Borin voru saman svæði sem hafa verið friðuð í 30, 50 og 80 ár, við sambærileg svæði sem hafa verið beitt frá alda öðli, með tiliti til tegundafjölbreytni plöntutegunda. í inngangskafla segir meðal annars: ,,Ekki greindist marktækur munur á heildarþekju, tegundaauðgi, tegundajafnræði og tegundafjölbreytni mólendisplantna á milli friðaðs og beitts svæðis. Tegundasamsetning svæðanna bar vott um áhrif sauðfjárbeitar. Þekja sjö tegunda var marktækt frábrugðin milli svæðanna og má rekja hluta ástæðunnar til fæðuvals sauðfjár. Þekja smárunna var marktækt meiri á friðuðu en beittu svæði. Þekja plöntutegunda var marktækt breytilegri á beittu svæði." 

Hér má nálgast lokaverkefni Brynjólfs Brynjólfssonar.

 

Tyler James Wacker, Háskólasetri Vestfjarða: Unconditional Basic Income as a Means to Foster Innovation in Iceland. Hlaut styrk árið 2022.

Tyler

Rannsókn Tyler James Wacker er um hugmynd borgaralauna (UBI) og mögulegra áhrifa þeirra á nýsköpun, sprotafyrirtæki og búsetuþróun. Skoðað var hvernig styrkjaumhverfið á Íslandi hefur aukið seiglu (resilience) samfélaga í jaðarbyggðum og eflt nýsköpun og þá sérstaklega í skapandi greinum. Niðurstöður benda til að viðhorf íbúa af höfuðborgarsvæðinu sé jákvæðara til borgaralauna heldur en íbúa annarra landshluta. Þá svari höfuðborgarbúar því til að þeir séu líklegri til að flytja út á land, fengju þeir greidd borgaralaun. Skapandi fólk og frumkvöðlar eru jákvæðari gagnvart borgaralaunum og sami hópur sýnir mestan vilja til að fara af stað með nýsköpunarverkefni eða stofna sprotafyrirtæki. Af þessu dregur höfundur þá ályktun að tilkoma borgaralauna geti stutt við búsetuþróun og nýsköpun í fámennari byggðarlögum, vegna þeirra mögulegu áhrifa að skapandi fólk flytji í jaðarsamfélög og fari af stað með eigin rekstur.

Hér má nálgast lokaverkefni Tyler James Wacker.

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Háskóli Íslands: Sóknaráætlanir landshluta - markmið og ávinningur. Hlaut styrk árið 2022.

Unnur

Markmið, hugmyndafræði og framkvæmd sóknaráætlana eru til skoðunar í þessu verkefni þar sem metin var staða sóknaráætlana og því velt upp hvernig þær gegna best tilgangi sínum til framtíðar. Í niðurstöðum kemur fram að ,,almennt séð er ánægja með þá valddreifingu og um leið valdeflingu sem í sóknaráætlunum felast, sem er eitt meginmarkmiða samninga um þær. Hafa markmið samninganna náðst upp að ákveðnu marki. Áætlanirnar eru samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar í stöðugri þróun og er vinnuferlið sífellt að slípast til. Landshlutasamtökin eru ábyrgðaraðili áætlananna og bera tvíþætta ábyrgð, annars vegar gagnvart ríkisvaldinu en hinsvegar gagnvart sveitarstjórnum á sínum starfssvæðum."

Hér má nálgast lokaverkefni Unnar Valborgar Hilmarsdóttur.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389