Fréttir
Atvinnutekjur aftur í fyrra horf eftir samdrátt 2020
Byggðastofnun hefur undanfarin ár fengið gögn frá Hagstofu Íslands um atvinnutekjur eftir atvinnugreinum og svæðum til þess að sjá hvaða atvinnugreinar standa undir tekjum íbúa eftir landssvæðum og greina breytingar sem verða þar á. Tekjur einstaklinga fylgja lögheimili einstaklinga en ekki staðsetningu launagreiðanda.
Upplýsingar um atvinnutekjur 2012-2021 hafa nú verið birtar, annars vegar í skýrslu og hins vegar í mælaborði þar sem hægt er að skoða stöðu og þróun heildaratvinnutekna og atvinnutekna á íbúa eftir svæðum, kyni og atvinnugreinum. Í mælaborðinu er jafnframt hægt að skoða hlutdeild atvinnugreina í atvinnutekjum á landinu öllu eða eftir svæðum.
Heildaratvinnutekjur
Heildaratvinnutekjur á árinu 2021 námu 1.462 milljörðum kr. sem var um 70 milljörðum kr. meira en árið 2020 eða sem nemur 5,0%. Árin 2012 til 2021 jukust núvirtar atvinnutekjur á landinu öllu um 490 milljarða kr. eða um 50,4%, þrátt fyrir niðursveiflu vegna COVID-19 árið 2020 þegar atvinnutekjur drógust saman um 59 milljarða á landsvísu.
Atvinnugreinar
Stærsta grein mæld í atvinnutekjum árið 2021 var opinber stjórnsýsla, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónusta með 460 milljarða kr. (31,5%), heild- og smásöluverslun & viðgerðir á vélknúnum ökutækjum kom næst með 154 milljarða (10,6%), framleiðsla án fiskvinnslu var með 144 milljarða (9,8%) og fjármálastarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta með 122 milljarða (8,4%).
Á tímabilinu 2012 til 2021 jukust heildaratvinnutekjur í flestum atvinnugreinum um 40-70%. Mest hlutfallsleg aukning 2012-2021 var í fiskeldi, en heildaratvinnutekjur í greininni hækkuðu úr 0,8 milljörðum í 4,5 eða um 463%. Mjög mikil aukning varð einnig í byggingastarfsemi árin 2012-2021 eða 141% og atvinnutekjur í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu jukust um 67% á sama tímabili. Mikil aukning var í rekstri gisti- og veitingastaða árin 2012-2019 en árið 2020 varð mikill samdráttur í greininni vegna COVID-19 og þó atvinnutekjur í greininni hafi hækkað árið 2021 hafa þær ekki verið lægri síðan 2015. Þá hafa atvinnutekjur í fiskveiðum dregist saman um 30% frá 2012.
Kyn
Árið 2021 voru atvinnutekjur kvenna 603 milljarðar kr. eða 41,3% af heildaratvinnutekjum og atvinnutekjur karla voru 858 milljarðar kr. eða 58,7% af heildaratvinnutekjum. Heildaratvinnutekjur kvenna á hvern kvenkyns íbúa landsins voru 3,36 milljónir kr. árið 2021 og atvinnutekjur karla á hvern karlkyns íbúa landsins voru 4,54 milljónir kr., eða 35% hærri. Bilið á milli atvinnutekna á íbúa hjá körlum og konum er þó nokkkuð mis breitt eftir landshlutum. Frá 2012 til 2021 hafa atvinnutekjur kvenna á kvenkyns íbúa hækkað um 41,2% en þær hafa hækkað um 22,8% hjá körlum.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember