Fara í efni  

Fréttir

Styrkir til meistaranema 2022

Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 16. desember síðastliðinn að styrkja fjóra meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun. Heildarupphæð styrkjanna er ein milljón króna. Hver styrkur er að upphæð 250.000 kr. Auglýsing um styrkina var birt í byrjun september og framlengdur umsóknarfrestur rann út 14. nóvember. Alls bárust tíu umsóknir.

Verkefnin sem hljóta styrk eru:

Til hvers eru sveitarfélög? Verkefni sveitarfélaga og svæðisbundin hlutverk þeirra. Upphæð kr. 250.000,-

Styrkþegi er Bjarni Þóroddsson, Háskóla Íslands.

Kortlagning á svæðisbundnu hlutverki sveitarfélaga. Leitast verður við að skýra eðli þessa hlutverks og greina og kortleggja það fyrir sveitarfélög almennt. Íslensk sveitarfélög veita fjölbreytta þjónustu. Oft á tíðum er gengið út frá því að stærri, sameinuð sveitarfélög séu forsenda þess að efla sveitarstjórnarstigið og geri þeim kleift að sinna verkefnum sínum. En hvert er grundvallarhlutverk sveitarfélags, hvernig endurspeglast það í hvernig þau sinna hlutverkum sínum, lögbundnum eða ekki? Er hægt að endurhugsa verkaskiptingu sveitarfélaga á hátt sem tekur tillit til fjölbreytileika þeirra en tryggir jafnframt aðgengilega og hagkvæma þjónustu?

 

Carrying capacity. Upphæð kr. 250.000,-

Styrkþegi er Elizabeth Riendeau, Háskólasetri Vestfjarða.

Verkefnið fjallar um hverjir burðir og þolmörk samfélags eru við að aðlagast skemmtiferðaskipaiðnaðinum. Skoðað verður hvert umburðarlyndi og þol íbúa er á Ísafirði og í nærliggjandi byggðarlögum í tengslum við umfangsmikla fjölgun ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til landsins. Það eru margvíslegir hagsmunir fólgnir í að tryggja að vöxtur ferðaþjónustunnar sé í sem bestri sátt við íbúa á Vestfjörðum og þróist í samræmi við væntingar þeirra því atvinnugreinin og vægi hennar fer hlutfallslega stækkandi í landshlutanum.

 

Upplifun heilbrigðisstarfsfólks af umönnun fórnarlamba mannskæðra náttúruhamfara á Íslandi. Upphæð kr. 250.000,-

Styrkþegi er Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, Háskólanum á Akureyri.

Greint verður frá upplifun og líðan heilbrigðisstarfsfólks sjúkrahússins á Ísafirði af umönnun fórnarlamba mannskæðra náttúruhamfara á Íslandi (snjóflóðanna á Súðavík 1995). Auk þess að varpa ljósi á viðhorf til áframhaldandi búsetu og starfa eftir að hafa unnið við þær aðstæður sem þarna sköpuðust. En eftir atburðina sköpuðust ófyrirséðar aðstæður sem mögnuðust upp vegna lokaðra samgönguleiða og margra daga óveðurs. Starfsmenn á staðnum báru því hitann og þungann af líkamlegri og andlegri umönnun. Hvernig þessir starfsmenn hafa unnið úr þessari reynslu og hvort hún hefur haft áhrif á þeirra líf í kjölfarið er viðfangsefni rannsóknarinnar.

 

Demographic characteristics in tourism-municipalities in Iceland. Upphæð kr. 250.000,-

Styrkþegi er Þórður Freyr Sigurðsson, University of Highlands and Islands.

Athugun á áhrifum ferðaþjónustu á lýðfræðilega þróun sveitarfélaga á Íslandi. Verkefnið miðar að því að afla haldgóðrar þekkingar á lýðfræðilegri þróun svæða og áhrifaþáttum atvinnulífs á sjálfbærar byggðir. Eins í tengslum við markmið, áherslur og mælikvarða, þar sem komið er inn á að stuðla að sjálfbærum byggðum um allt land, þar sem lýðfræðileg þróun skiptir miklu máli í því og ekki síst í tengslum við atvinnuuppbyggingu. Rannsóknin fjallar um samspil þeirra þátta.

Byggðastofnun óskar styrkþegum til hamingju!


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389