Fréttir
Lokaskýrsla rannsóknar um innflytjendur og stöðu þeirra á vinnumarkaði í Covid-kreppu
Byggðastofnun styrkti fjórar rannsóknir árið 2021 úr Byggðarannsóknarsjóði. Meðal þeirra var rannsókn Vífils Karlssonar, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, sem ber heitið Innflytjendur og staða þeirra á vinnumarkaði í Covid-kreppu. Markmið rannsóknar var að kanna stöðu innflytjenda á vinnumarkaði á Covid-kreppuárinu 2020 og hvort það væri einhver landfræðilegur munur á henni.
Hópur innflytjenda í íslensku samfélagi er stór og hafa erlendar rannsóknir bent til þess að innflytjendur verði almennt harðar úti í kreppum og á samdráttarskeiðum en innfæddir. Það þótti því ærið tilefni að skoða nánar stöðu innflytjenda í ljósi þess að ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem Covid-kreppan hefur leikið verst og hefur hún verið stærsti vinnuveitandi innflytjenda á Íslandi um nokkurra ára skeið. Þátttakendur könnunar voru beðnir um að meta 40 þætti sem kallaðir hafa verið búsetuskilyrði, á tvo vegu. Annars vegar með því að leggja mat á stöðu búsetuskilyrða sinna og hins vegar á mikilvægi. Fjórir þættir tengjast vinnumarkaðnum með beinum hætti, þ.e. ánægja með laun, atvinnuöryggi, atvinnuúrval og möguleikar til eigin atvinnureksturs. Horft var til þessara fjögurra þátta sérstaklega, ásamt uppgefnum tekjum og mati á eigin hamingju og þættirnir því sex talsins sem einblínt var á í þessari rannsókn.
Í ljós kom að innflytjendum hefur fjölgað á Íslandi eftir að Covid-kreppan skall á, þrátt fyrir aukið atvinnuleysi í þeirra röðum. Í lokaorðum rannsóknar segir: „Greining á skoðanakönnunargögnum frá 2020, þar sem tæplega 11.000 tóku þátt, þar af tæplega 1.000 innflytjendur, leiddi í ljós að innflytjendur stóðu höllum fæti á vinnumarkaði árið 2020 samanborið við innfædda í fimm atriðum af þeim sex sem horft var sérstaklega til í þessari rannsókn. Það voru atvinnuöryggi, úrval atvinnu, möguleikar til eigin atvinnureksturs, raunverulegur tekjumunur og hamingja. Munurinn á hamingju innflytjenda og innfæddra var að lang mestu leyti skýrður með aðstæðum þeirra á vinnumarkaði. Hins vegar voru þeir ekki óánægðari með launin sín en innfæddir.“ Einnig sáust vísbendingar um að innflytjendur fái ekki sambærilega umbun á vinnumarkaði til jafns við það sem innfæddir fá, eins og t.d. vegna aldurs, starfsaldurs og menntunar. Tekjur innflytjenda á landsbyggðinni virðast hærri en á höfuðborgarsvæðinu en þar er minna úrval af atvinnu. Einnig var ánægja innflytjenda með laun meiri á höfuðborgarsvæðinu en þeirra sem bjuggu á landsbyggðinni.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember