Fréttir
Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu – þjálfun verkefnisstjóra á Íslandi
Brothættar byggðir
2 maí, 2019
Byggðastofnun leiðir tveggja ára evrópskt samstarfsverkefni, INTERFACE, í samstarfi við Háskólann á Bifröst auk erlendra þátttakenda frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. INTERFACE stendur fyrir Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe, sem þýða mætti sem Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu.
Lesa meira
Áfram Skaftárhreppur til framtíðar
Brothættar byggðir
17 apríl, 2019
Í febrúar sl. var haldinn íbúafundur í verkefninu Skaftárhreppur til framtíðar, en fundurinn markaði lok á að komu Byggðastofnunar að verkefninu sem hófst árið 2013 og var eitt af fjórum fyrstu samstarfsverkefnum Byggðastofnunar í Brothættum byggðum.
Lesa meira
„Betri Bakkafjörður“ - fjölþjóðlegt íbúaþing á Bakkafirði leysti kraft úr læðingi
Brothættar byggðir
5 apríl, 2019
Mikill baráttu- og samstarfsvilji ríkir á Bakkafirði, en helgina 30. – 31. mars sl., var haldið þar vel heppnað tveggja daga íbúaþing, sem markar upphaf að þátttöku samfélagsins á Bakkafirði í verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. Að verkefninu standa íbúar á Bakkafirði og nærsveitum, Langanesbyggð, Eyþing og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, ásamt Byggðastofnun. Íbúar völdu verkefninu heitið „Betri Bakkafjörður“.
Lesa meira
Íbúaþing á Bakkafirði 30. – 31. mars
Brothættar byggðir
19 mars, 2019
Helgina 30. – 31. mars er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum samfélagsins við Bakkaflóa boðið til íbúaþings. Þingið markar upphaf að samtali við íbúa í verkefni Byggðastofnunar Brothættum byggðum. Verkefnið er samstarfsverkefni íbúa á Bakkafirði, Langanesbyggðar, Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Byggðastofnunar. Fulltrúar þessara aðila skipa verkefnisstjórn.
Lesa meira
Fyrsti fundur verkefnisstjórnar Brothættra byggða á Bakkafirði
Brothættar byggðir
18 mars, 2019
Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir á Bakkafirði var haldinn í skólahúsnæðinu á Bakkafirði föstudaginn 15. mars. Á fundinum var farið yfir verklag í Brothættum byggðum og það rætt hvernig verkefnið geti nýst samfélaginu á Bakkafirði.
Lesa meira
Tímamót í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina
Brothættar byggðir
13 mars, 2019
Í janúar sl. var haldinn íbúafundur í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina, fundurinn markaði jafnframt lok á aðkomu Byggðastofnunar að verkefninu sem hófst á seinni hluta árs 2013 og var eitt af fjórum fyrstu samstarfsverkefnunum Byggðastofnunar í Brothættum byggðum.
Lesa meira
Sextán verkefni hljóta brautargengi á Þingeyri
Brothættar byggðir
8 mars, 2019
Sjö milljónum króna úr verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar var þann 7. mars úthlutað til 16 nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð. Þetta er fyrsta úthlutunin en alls bárust 39 umsóknir sem er metfjöldi á landsvísu. Aldrei hafa borist eins margar umsóknir í tengslum við úthlutun í brothættum byggðum.
Lesa meira
Félag um verslun stofnað í Árneshreppi
Brothættar byggðir
5 febrúar, 2019
Föstudaginn 1. febrúar 2019 var haldinn stofnfundur félags um verslun í Árneshreppi.
Verslun lagðist af í hreppnum í haust og hafa íbúar hreppsins þurft að panta vörur og fá þær sendar með flugi, þar sem ekki er mokað að jafnaði í Árneshrepp frá áramótum til 20. mars. Það er því afar áríðandi að koma á verslun fyrir þá íbúa sem hafa vetursetu í Árneshreppi.
Lesa meira
Öll vötn til Dýrafjarðar – verkefnisáætlun lögð fyrir íbúafund
Brothættar byggðir
19 desember, 2018
Á íbúafundi á Þingeyri í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar þann 4. desember sl. voru lögð fram drög að verkefnisáætlun til umræðu og óskað heimildar íbúafundar til að fullvinna verkefnisáætlunina á þeim grunni. Verkefnisstjóri, í samstarfi við stjórn verkefnisins, hefur nú unnið úr ábendingum frá íbúum og verkefnisstjórn samþykkt og gefið út áætlun fyrir verkefnið sem er hluti af Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar og samstarfsaðila.
Lesa meira
Vel sóttur íbúafundur í Árneshrepp og ákall til ríkisstjórnar
Brothættar byggðir
18 desember, 2018
14. nóvember sl. var haldinn íbúafundur í félagsheimilinu Trékyllisvík í Árneshrepp. Fundurinn var vel sóttur en flestir íbúar sem hafa vetrarbúsetu í hreppnum voru mættir. Fundurinn hófst á afmælissöng fyrir Björn bónda á Melum. Síðan fengu fundargestir sér kaffi og rjómatertu.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember