Fara í efni  

Fréttir

Fjórtán verkefni styrkt á Borgarfirði eystri

Sjö milljónum króna úr verkefninu Betri Borgarfjörður var þann 4. júní úthlutað til 14 samfélagseflandi verkefna á Borgarfirði eystri. Alls bárust 20 umsóknir í þetta sinn en úthlutað er árlega á verkefnistímanum.

Áætlaður heildarkostnaður verkefna er um 27 m.kr. en sótt var um styrki fyrir 18 m.kr. Kynjahlutföll styrkþega að þessu sinni eru jöfn, 6 konur og 6 karlar. Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir.

Heildarlisti yfir styrkþega árið 2019:

Nafn umsækjanda

Nafn verkefnis

Styrkupphæð

Adrian Zuk

Icelandic Home – viðskiptaáætlun

300.000

Hafþór Snjólfur Helgason

Upplifðu Borgarfjörð

650.000

Blábjörg ehf.

Undirbúningur fyrir heit sjóböð

450.000

Ungmennafélag Borgarfjarðar

Líkamsrækt á Borgarfirði

500.000

Árni Magnús Magnusson

Fjarðarhjól ehf.

600.000

Helgi Hlynur Ásgrímsson f.h. áhugahóps

Samfélagssvín

400.000

Ferðamálahópur Borgarfjarðar

Merkingar og kort á Víknaslóðum

400.000

Fjarbúafélag Borgarfjarðar

Sögumerking bæja

200.000

Helga Björg Eiríksdóttir

Konfektgerð

450.000

Gusa ehf. / Búðin Borgarfirði

Upplýsingamiðstöð ferðamanna

700.000

Íslenskur dúnn ehf.

Markaðsrannsókn

600.000

Íslenskur dúnn ehf.

Þróunarvinna v. hönnunar á æðardúnsfylltum svefnpokum

1.000.000

Íslenskur dúnn ehf.

Tækjakaup

350.000

Kayhike

Tækjakaup

400.000

 

 

7.000.000 ISK

       

 

Verkefnin sem hlutu styrki eru fjölbreytt og verður spennandi að fylgjast með framgangi þeirra.

Hæsta styrkinn að þessu sinni hlýtur nýstofnað fyrirtæki á Borgarfirði, Íslenskur dúnn ehf., samtals 1,9 m.kr. Fyrirtækið sérhæfir sig í fullvinnslu á afurðum úr íslenskum æðardúni.

Verkefnið Brothættar byggðir miðar að víðtæku samráði og því að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir Alda Marín Kristinsdóttir (aldamarin@austurbru.is) verkefnastjóri verkefnisins í síma 847-6887.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389