Fara í efni  

Fréttir

Landnámshænur í lykilhlutverki í Hrísey

Landnámshænur í lykilhlutverki í Hrísey
Skrautlegur hani spókar sig í hópi landnámshæna

Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Hrísey – perla Eyjafjarðar hittist á fundi í Hrísey mánudaginn 20. maí síðastliðinn. Verkefnisstjórnin afgreiddi úthlutun úr frumkvæðissjóði Brothættra byggða. Sjö verkefni sóttu um styrki samtals að fjárhæð kr. 14.197.900,- en til úthlutunar voru kr. 8.100.000,-. Eftirfarandi verkefni hlutu styrk.

Nafn umsækjanda

Nafn verkefnis

Styrkupphæð

Wave Guesthouse

Uppbygging snyrtingar

kr. 1.500.000,-

Landnámsegg

Landnámsegg sett í gang

kr. 4.800.000,-

Hríseyjarbúðin

Skilvirkari ferðir í þéttbýli

kr. 400.000,-

Háey ehf.

Þróun og markaðssetning á matarupplifun í Hrísey

kr. 800.000,-

Gunnar Jónsson

Rabarbara garðurinn

kr. 400.000,-

Ingimar Ragnarsson

Dans 2019

kr. 200.000,-

 

 

kr. 8.100.000,-

 

Öll verkefnin styðja vel við markmið verkefnisins Hrísey - perla Eyjafjarðar sem er hluti af Brothættum byggðum. Það verkefni sem hlaut hæstan styrk í þetta sinn, Landnámseggin, er vistvæn eggjaframleiðsla í Hrísey sem hefur verið í undirbúningi á undanförnum árum. Verkefninu er ætlað að klára þau atriði sem út af standa til að koma Landnámseggjum í fullan rekstur, en fyrirtækið stefnir á að verða eitt af einkennisfyrirtækjum Hríseyjar. Nú er verið að klára uppsetningu á eggjabúi þar sem verða um 1.000 landnámshænur en nú þegar hefur allur tækjakostur innandyra verið settur upp ásamt því að 300 ungar eru væntanlegir í búið í maí. Verkefnið fellur einstaklega vel að markmiðum byggðaþróunarverkefnisins þar sem það er bæði atvinnusakapandi, styður við sérstöðu Hríseyjar og eykur fjölbreytni í afþreyingu í eynni. Verkefnið hefur gengið vel og er stýrt af drífandi hópi fólks.

Hluti verkefnisstjórnar nýtur leiðsagnar Báru Steinsdóttur og skoðar búnað í landnámshænsnabúi í Hrísey.

Á fundinum urðu nokkrar umræður um Hríseyjarferjuna og það markmið byggðaþróunarverkefnisins að ferjan verði rafvædd eða keypt ný rafmagnsferja til þess að sigla til Hríseyjar fyrir lok árs 2022, sem íbúar samþykktu á íbúafundi í janúar síðastliðinn. Hríseyjarferjan Sævar var ekki í rekstri vegna bilunar í aðalvél og vara-aðalvél skipsins þegar verkefnisstjórn sótti Hrísey heim. Verkefnisstjórn telur mikilvægt að hlutaðeigandi aðilar hefjist handa við rafvæðingarverkefni ferjunnar fremur en að miklum fjármunum verði eytt í viðgerðir eða endurnýjun á diselvél(um). Ekki síst í ljósi þess hversu siglingaleiðin er stutt og þægileg til að láta reyna á slíkan búnað. Verkefnisstjórn samdi ályktun um málið og mun henni verða komið á framfæri við stjórnvöld.

 

Hluti verkefnisstjórnar í varaferju fyrir Sævar á leið til Hríseyjar 20. maí sl.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389