Fara í efni  

Fréttir

Fulltrúar fimm INTERFACE þátttökulanda funda á Sauðárkróki

Í dag fer fram lokafundur aðila Erasmus+ verkefnisins INTERFACE. Skammstöfunin INTERFACE vísar til verkefnisheitisins á ensku, „Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe“, sem þýða mætti sem „Nýsköpun og frumkvæði í brothættum byggðarlögum í Evrópu“.

Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Byggðastofnunar á Sauðárkróki í dag, miðvikudaginn 19. júní. Verkefnisaðilar Íslands eru Byggðastofnun og Háskólinn á Bifröst, frá Írlandi er Tipperary County Council, frá Búlgaríu er Tora Consult Ltd., frá Ítalíu er CESIE og frá Grikklandi er Aitoliki Development Agency.

INTERFACE verkefnið miðar að því að valdefla íbúa brothættra byggðarlaga með það að markmiði að auka nýsköpunar- og frumkvöðlastarf í byggðarlögunum.  Þátttaka íbúa í hvers kyns byggðaþróunarverkefnum er lykilatriði. Bæði hefur það sýnt sig að slíkt starf eflir samfélagsvitund þeirra sem taka þátt, en einnig felast mikil verðmæti í þekkingu íbúanna á sérstöðu, innviðum og tækifærum sinnar heimabyggðar. Verkefnið byggir á þarfagreiningu sem unnin var innan þátttökubyggðarlaganna. Þjálfun íbúa byggir einnig að hluta á aðferðum markþjálfunar. Íbúar öðlast færni til að vinna með og virkja aðra íbúa samfélags til framþróunar þess og skipulögðu þau vinnustofur í sínum byggðarlögum þar sem unnið var að einhvers konar samfélagsþróun.

Á morgun, 20. júní verður lokaráðstefna verkefnisins haldin í Ljósheimum við Sauðárkrók. Ráðstefnan hefst með léttum málsverði kl 12 og stendur til rúmlega 16:30. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á framþróun í sínu byggðarlagi og sér í lagi endurmenntun íbúa, að mæta á fundinn, fræðast um málefni annarra landa og taka þátt í umræðum.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389