Fara í efni  

Fréttir

Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu – þjálfun verkefnisstjóra á Íslandi


Byggðastofnun leiðir tveggja ára evrópskt samstarfsverkefni, INTERFACE, í samstarfi við Háskólann á Bifröst auk erlendra þátttakenda frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. INTERFACE stendur fyrir Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe, sem þýða mætti sem Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu.

Eitt af markmiðum verkefnisins er að útbúa námsskrá sem tekur mið af gloppugreiningu um þarfir verkefnisstjóra og frumkvöðla í brothættum byggðum. Þá fengu þátttakendur verkefnisins þjálfun sem tók mið af námskránni, í þeirri viðleitni að auka frumkvæði og valdeflingu í byggðarlögunum.

Fyrsti hluti námskeiðanna var haldinn á Borgarfirði eystri í ágúst 2018 og frá því í haust hafa þátttakendur komið saman í fjórum brothættum byggðarlögum til að fara yfir tiltekna þætti námsskrár INTERFACE verkefnisins undir leiðsögn Stefaníu S. Kristinsdóttur fyrir hönd Háskólans á Bifröst.

Auk lotunnar á Borgarfirði eystri hafa þátttakendur komið saman í Hrísey, Þingeyri og nú síðast í Skaftárhreppi. Í ljósi mikils tíma og kostnaðar við ferðalög hefur ekki verið mögulegt fyrir alla þátttakendur að sækja allar loturnar en þó hefur þátttaka verið mjög góð og aðstandendur verkefnisins, Byggðastofnun og Háskólinn á Bifröst, eru mjög sátt við þann mikla áhuga og góðu mætingu sem þátttakendur hafa sýnt. Á það bæði við um verkefnisstjóra Brothættra byggða og frumkvöðla sem eru á eigin vegum.

Í fyrstu vinnulotunni var farið yfir samskipti við íbúa og tækni við árangursríka fundi undir handleiðslu Sigurborgar Kr. Hannesdóttur. Lotan var haldin í tengslum við almennan kynningarfundu um INTERFACE verkefnið. Önnur lotan var haldin í Hrísey í október 2018 þar sem farið var yfir markmiðssetningu og einstaklingsmiðaða þjálfun, svokallaða markþjálfun. Þriðja lotan var haldin á Þingeyri í nóvember og þar var haldið áfram að fjalla um markþjálfun og frumkvöðlastarf í samfélögunum. Á Þingeyri var einnig farið í heimsókn í listamannasetur ásamt því að sækja frumkvöðul í þorpinu heim.

Síðasta vinnulotan var haldin í Skaftárhreppi þann 15. apríl síðastliðinn. Í þeirri lotu kynntu 12 þátttakendur samfélög sín og fjölluðu um lokaverkefni sín, sem voru fólgin í að skipuleggja og halda utan um íbúafundi, hver í sínu byggðarlagi. Markmiðið var að á íbúafundum yrði m.a. stuðst við aðferðir sem fjallað hefur verið um í vinnulotunum. Þar á meðal eru aðferðir markþjálfunar, aðferðir í samtali við almenning sem er jafnframt hvatning til íbúa og framlag til stefnumótunar og aukinnar þátttöku almennings í viðkomandi samfélögum.

Flestir þátttakenda eru jafnframt verkefnisstjórar í verkefninu Brothættum byggðum en einnig eru þátttakendur sem vinna að verkefnum að eigin frumkvæði. Í prufuþjálfuninni lögðu aðstandendur verkefnisins, það er Háskólinn á Bifröst og Byggðastofnun, áherslu á að halda vinnuloturnar í þátttökubyggðarlögum Brothættra byggða og urðu Borgarfjörður eystri, Hrísey, Þingeyri og Skaftárhreppur fyrir valinu. Þetta fyrirkomulag gaf þátttakendum tækifæri til að kynnast af eigin raun málefnum og frumkvöðlastarfi í viðkomandi byggðarlögum.

Í tengslum við lokalotuna fór hver þátttakandi yfir stutta lýsingu á sínu byggðarlagi og sú umfjöllun verður birt á kynningarvef INTERFACE verkefnisins ásamt mynd af viðkomandi frá síðustu vinnulotunni og einnig á samskipta-/námsgrunni þátttakenda verkefnisins í öllum þátttökulöndunum.

INTERFACE verkefninu lýkur í ágúst næstkomandi en lokaráðstefnan verður haldin á Sauðárkróki 20. júní og verður öllum opin.

Mynd: Kristján Þ. Halldórsson


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389