Fara í efni  

Fréttir

Af íbúaþingi á Breiðdalsvík

Fundur Byggðastofnunar og sveitar- og verkefnisstjórna í Breiðdals- og Skaftárhreppum

Nú í byrjun september voru haldnir fundir með nýjum sveitarstjórnum og verkefnisstjórnum í Breiðdalshreppi og Skaftárhreppi í verkefninu Brothættar byggðir. Þar var verkefnið kynnt fyrir nýju fólki í stjórnunum og rætt um framhaldið. Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Kristján Þ. Halldórsson sátu fundina af hálfu Byggðastofnunar, en Kristján var verkefnisstjóri á Raufarhöfn og mun nú starfa fyrir verkefnið í heild sinni.
Lesa meira
Af íbúaþingi á Raufarhöfn

Brothættar byggðir: tíu umsóknir bárust

Í maí sl. var auglýst eftir umsóknum um þátttöku í verkefninu um framtíð brothættra byggða. Í auglýsingu kom fram að meginmarkmið verkefnisins á hverjum stað skyldu „ skilgreind af verkefnisstjórn á grundvelli umræðna og forgangsröðunar á íbúaþingum sem ætlað er að virkja frumkvæði íbúa og samtakamátt.“ Einnig kom fram að umsókn þyrfti að vera sameiginleg frá sveitarfélagi, landshlutasamtökum sveitarfélaga/atvinnuþróunarfélagi og íbúasamtökum, þar sem þau væru til staðar.
Lesa meira
Áfangaskil í byggðaþróunarverkefni á Raufarhöfn

Áfangaskil í byggðaþróunarverkefni á Raufarhöfn

Frá því að umræða um þróunarverkefni Byggðastofnunar, Norðurþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Háskólans á Akureyri og íbúa Raufarhafnar hófst, á vormánuðum 2012, hefur ýmislegt verið til umfjöllunar og árangur náðst í nokkrum málum en minni í öðrum.
Lesa meira
Stjórn Rifs ásamt fylgdarliði

Fyrsti stjórnarfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn

Fyrsti stjórnarfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs ses var haldinn á Raufarhöfn miðvikudaginn 11. júní sl. Í upphafi fundar afhentu Kristján Þórhallur Halldórsson, starfsmaður Byggðastofnunar á Raufarhöfn og Þorkell Lindberg stjórninni staðfesta skipulagsskrá stöðvarinnar og báru henni um leið góðar kveðjur frá Aðalsteini Þorsteinssyni, forstjóra Byggðastofnunar og Bergi Elíasi Ágústssyni bæjarstjóra Norðurþings, en Byggðastofnun, Náttúrustofan og Norðurþing eru stofnaðilar stöðvarinnar.
Lesa meira
Stofnun Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn

Stofnun Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn

Í dag, föstudaginn 23. maí 2014, var haldinn stofnfundur Rannsóknastöðvarinnar Rifs, sem er sjálfseignarstofnun sem staðsett verður á Raufarhöfn. Stofnaðilar eru Byggðastofnun, Norðurþing og Náttúrustofa Norðausturlands. Í tengslum við átaksverkefni Byggðastofnunar á Raufarhöfn, Brothættar byggðir, hefur síðasta árið verið unnið að stofnun rannsóknastöðvar á Raufarhöfn, með það að markmiði að nýta sérstöðu Melrakkasléttu til rannsókna og styrkja um leið byggð og innviði samfélagsins.
Lesa meira
Frá íbúaþingi

Enn brothætt staða á Raufarhöfn þó margt hafi áunnist

Margt hefur áunnist á Raufarhöfn fyrir tilstuðlan verkefnisins, „Raufarhöfn og framtíðin“, en staða byggðarinnar er engu að síður alvarleg og brothætt. Þetta er meginniðurstaða fjölmenns íbúafundar sem haldinn var á Raufarhöfn, þriðjudaginn 8. apríl.
Lesa meira
Frá íbúaþingi

Jákvæð gerjun á Bíldudal

Íbúar Bíldudals vinna nú að ýmsum framfaramálum í kjölfar íbúaþings sem haldið í september síðastliðnum. Búið er að endurvekja skógræktarfélag og stofna handverkshóp og ýmislegt er á döfinni í ferðaþjónustu. Þá munu Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur í samstarfi við íþróttafélögin á svæðinu, ráða íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Lesa meira
Frá íbúaþingi á Raufarhöfn

Framtíð fyrir brothættar byggðir

Árið 2012 hófst tilraunaverkefni á Raufarhöfn að frumkvæði Byggðastofnunar. Verkefnið sem hlaut heitið „Brothættar byggðir“ nær nú að auki til Bíldudals, Breiðdalshrepps og Skaftárhrepps. Markmiðið er m.a. að leiða fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra.
Lesa meira
Frá Bíldudal

Íbúafundur á Bíldudal – samtal um framtíðina

Miðvikudagskvöldið, 2. apríl er boðið til opins íbúafundar á Bíldudal í tengslum við verkefnið „Bíldudalur – samtal um framtíðina“.
Lesa meira
Verkefnastjórnin

Breiðdælingar virkja samtakamáttinn

Í Breiðdalshreppi er íbúaþingi, sem haldið var í nóvember síðastliðnum, nú fylgt eftir af krafti. Hugmyndavinna um nýtingu á aflögðu frystihúsi, rafræn leiðsögn fyrir ferðamenn, bætt aðstaða til matvælavinnslu og „Tilgangslausar dyr“ eru dæmi um verkefni sem komin eru í gang. Enn fleiri hugmyndir eiga væntanlega eftir að verða að veruleika og íbúar taka virkan þátt í framhaldinu. Þeir skora líka á stjórnvöld að tryggja viðbótaraflamark til Breiðdalsvíkur.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389