Fréttir
Ársfundur Byggðastofnunar
Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn á Varmalandi fimmtudaginn 5. maí síðastliðinn. Þema fundarins var ,,óstaðbundin störf".
Magnús B. Jónsson stjórnarformaður Byggðastofnunar setti ársfundinn og síðan flutti innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, ávarp.
Að því loknu fór Arnar Már Elíasson forstjóri yfir starfsemi stofnunarinnar á liðnu starfsári. Í máli hans kom fram að starfsemi Byggðastofnunar gekk mjög vel á árinu 2021 og skilaði góðum afgangi þrátt fyrir áhrif COVID-19, en frá upphafi faraldursins hefur um þriðjungur allra viðskiptavina stofnunarinnar fengið skilmálabreytingar lána sinna vegna tekjusamdráttar. Lánasafn Byggðastofnunar hefur tvöfaldast frá árinu 2016 og stóð í 20 ma.kr. í árslok 2021. Þessi mikla stækkun er ekki síst tilkomin vegna mikillar eftirspurnar í ný 90% lán vegna kynslóðaskipta í landbúnaði, en veitt hafa verið 40 slík lán frá árinu 2020 að upphæð um 3 ma.kr. Auk þess ræddi Arnar mikilvægi þess að fjölga frekar óstaðbundnum störfum í landsbyggðunum sem hann taldi vera eitt stærsta byggðamál síðustu ára og kom inná niðurstöður í hinni árlegu könnun „stofnun ársins“ þar sem Byggðastofnun var í 9. sæti af 152 ríkisaðilum.
Hólmfríður Sveinsdóttir sérfræðingur í Innviðaráðunetinu og formaður stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál talaði um stefnu hins opinbera varðandi óstaðbundin störf.
Óli Halldórsson framkvæmdarstjóri Þekkingarnets Þingeyinga hélt erindið ,,Hvað segja fræðin um óstaðbundin störf?“ og Ellý Tómasdóttir kynnti niðurstöður MS ritgerðar sinnar í Mannauðsstjórnun „Að hrökkva eða stökkva. Störf án staðsetningar“.
Þá flutti Þorkell Stefánsson sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar erindið „Hver er eftirspurnin eftir óstaðbundnum störfum?“ þar sem farið var yfir stöðu verkefnisins ,,óstaðbundin störf“ í Byggðaáætlun og niðurstöður nýrrar könnunar kynntar.
Ársskýrsla Byggðastofnunar er nú komin út og má finna hér
Á fundinum kynnti ráðherra stjórn Byggðastofnunar 2022-2023. Stjórnarformaður verður Magnús B. Jónsson, Skagaströnd. Aðrir stjórnarmenn eru þau Halldóra Kristín Hauksdóttir, Akureyri. Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi, Óli Halldórsson, Húsavík, Karl Björnsson, Reykjavík, María Hjálmarsdóttir, Eskifirði og Jónína Björk Óskarsdóttir, Kópavogi.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember