Fara í efni  

Fréttir

Ársfundur Vestfjarðastofu 2022

Ársfundur Vestfjarðastofu 2022
Frá Hestfirði

Ársfundur Vestfjarðastofu var haldinn á Ísafirði þriðjudaginn 14. júní síðastliðinn. Til umræðu á fundinum voru framtíðarhorfur atvinnulífs og samfélaga á Vestfjörðum með yfirskriftina Vestfirðir í vörn eða sókn?

Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar fjallaði þar um sókn atvinnulífs og samfélags og tengdi efnið við þróun hagvaxtar og atvinnutekna í landshlutanum, sóknarfæri í fiskeldi og ferðaþjónustu og áskoranir í samgöngumálum og raforkukerfi Vestfjarða.

Glærur frá erindi Sigríðar Elínar má finna hér.

Sigurður Hannesson frá Samtökum Iðnaðarins fjallaði um hlutverk samtakanna og sameiginlega hagsmuni tengda aukinni verkmenntun, uppbyggingu innviða og fleira.

Þá fjallaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi um sviðsmyndir tengdar aukinni verðmætasköpun sjávarútvegs og fiskeldis sem líkur eru á að verði að verulegu leyti tengd Vestfjörðum.

Svanhildur Hólm Valsdóttir vakti athygli á mikilvægi þess að gætt sé að samkeppnisstöðu samfélaga og loks fjallaði Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um nýtt mælaborð SAF.

Á fundinum kynntu Runólfur Ágústsson framkvæmdarstjóri Ráðgjafar og verkefnastjórnunar og Valdimar Ármann forstöðumaður eignastýringar hjá Artica Finance, áform um stofnun fjárfestingarsjóðsins Þuríðar. Sjóðurinn mun sérhæfa sig í fjárfestingum í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og hafa allt að 12 milljarða fjárfestingargetu. Sjóðurinn verður stofnaður á næstu vikum og er vonast til að breiður hópur fjárfesta muni standa að hópnum.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389