Fréttir
Breytingar á íbúafjölda 2001-2010
Almennt
23 desember, 2010
Hagstofa Íslands hefur birt tölur um mannfjöldann þann
1. desember 2010. Þróunarsvið Byggðastofnunar hefur tekið saman greinargerð um helstu breytingar á íbúafjölda sveitarfélaga og
landssvæða frá 1.desember 2009 en einnig fyrir tímabilið 1. desember 2001- 1. desember 2010. Þessi áratugur hefur verið mikill umrótatími
með miklum sveiflum í atvinnulífi og búsetuþróun.
Lesa meira
Þorskafli og -vinnsla eftir sveitarfélögum
Almennt
22 desember, 2010
Eins og fram kemur í lýsingu á þorskaflaheimildum annars
staðar hér á heimasíðunni hafa þorskveiðar og –vinnsla lengi verið mikilvægir þættir í atvinnulífi landsmanna, einkum
sjávarbyggða. Breytingar á veiðum hafa mikil áhrif á staðbundið atvinnulíf, einkum ef vinnsla er stunduð þar sem afla er landað,
minnkandi þorskafli veldur þar mestum búsifjum og vaxandi afli mestri tekjuaukningu.
Lesa meira
Þorskaflaheimildir 2010-2011 misjafnar eftir sveitarfélögum
Almennt
13 desember, 2010
Þorskveiðar og –vinnsla hafa lengi verið mikilvægir þættir í atvinnulífi
landsmanna, einkum sjávarbyggða, úthlutun aflaheimilda er þeim mikilvæg og skerðing heimilda veldur þeim búsifjum. Samkvæmt tölum Fiskistofu
er mikill munur á þorskaflaheimildum, þorskkvóta, eftir sveitarfélögum fiskveiðiárið 2010-2011 sé miðað við heimahöfn
skipa.
Lesa meira
Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2011
Almennt
19 nóvember, 2010
Þema náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2011 er sjálfbær ferðaþjónusta. Verðlaunin verða veitt í 17.
sinn og nema 350.000 dönskum krónum. Þau verða veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur verið í fararbroddi og stuðlað að
því að draga úr umhverfisáhrifum ferðaþjónustu á Norðurlöndum.
Lesa meira
Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina
Almennt
25 október, 2010
Eyrarrósin, viðurkenning sem veitt er árlega einu
afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar á landsbyggðinni, verður afhent í byrjun árs 2011. Af því tilefni er
hér með auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina 2011. Þetta er í sjötta sinn sem Listahátíð í Reykjavík,
Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa að þessari viðurkenningu.
Lesa meira
Styrkir til markaðssetningar á handverki og hönnunarvörum farnir að skila árangri
Almennt
12 október, 2010
Styrkir sem Byggðastofnun veitti í mars sl. til markaðssetningar á handverki og hönnunarvörum eru nú
þegar farnir að skila árangri. Markmið með styrkveitingunni var að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða erlendis á
handverki og hönnunarvörum. Styrkjunum var ætlað að skapa aukin verðmæti og ný markaðstækifæri og eru liður í framkvæmd
á aðgerð í Byggðaáætlun um stuðning við atvinnurekstur kvenna.
Lesa meira
Fundur um stöðu mála á Borgarfirði eystra
Almennt
7 október, 2010
Í gær, miðvikudaginn 6. október, funduðu
forstjóri Byggðastofnunar ásamt þremur öðrum starfsmönnum stofnunarinnar, með heimamönnum á Borgarfirði eystra um stöðu
mála í byggðarlaginu. Tilefni fundarins er að Fiskverkun Kalla Sveins ehf. hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu og taka uppsagnirnar gildi um næstu
áramót. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur fyrirtækið misst saltfiskmarkaði sína.
Lesa meira
Byggðastofnun 25 ára
Almennt
1 október, 2010
Í dag eru þau
tímamót að 25 ár eru liðin frá fyrsta starfsdegi Byggðastofnunar. 1. október 1985 tók stofnunin til starfa og tók hún
þá við öllum eignum og skuldbindingum Byggðasjóðs jafnframt sem felld voru úr gildi kaflar úr lögum um Framkvæmdastofnun
ríkisins og tók Byggðastofnun yfir verkefni hennar á sviði byggðamála.
Lesa meira
Staða byggðarlaga sem búa við langvarandi fólksfækkun
Almennt
27 september, 2010
Ákveðið hefur verið að
uppfæra skýrslu Byggðastofnunar, Byggðarlög með viðvarandi
fólksfækkun, frá árinu 2008. Áfram verða til skoðunar búsetuþættir eins og atvinnulíf, umhverfi, samgöngur,
þjónusta, menning, menntun og velferðarmál út frá styrkleikum, veikleikum og tækifærum í hverju samfélagi fyrir sig. Það
verður annars vegar gert með því að vinna tölfræðilegar upplýsingar, en einnig með því að heimsækja viðkomandi
sveitarfélög.
Lesa meira
Um ESPON- verkefni um fjölbreytileika svæða (Territorial Diversity)
Almennt
16 september, 2010
Áhersla ESB á
svæði eða byggðir til þess að ná markmiðum um efnahagsþróun og samkennd hefur vaxið. Í endurskoðuðum stofnsáttmála
Evrópu frá 2007 sem tók gildi 2009 (The Treaty on European
Union) er mikil áhersla lögð á samstöðu eða samkennd innan svæða (Territorial Cohesion) til þess að ná markmiðinu um
félagslega samkennd (Social Cohesion) og á mismun svæða eða sérstöðu, fjallendi, eyjar og strjálbýli. Þessi einkennissvæði
eru nefnd sérstaklega í 174. grein sáttmálans.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember