Fara í efni  

Fréttir

Staða byggðarlaga sem búa við langvarandi fólksfækkun

Ákveðið hefur verið að uppfæra skýrslu Byggðastofnunar, Byggðarlög með viðvarandi fólksfækkun, frá árinu 2008. Áfram verða til skoðunar búsetuþættir eins og atvinnulíf, umhverfi, samgöngur, þjónusta, menning, menntun og velferðarmál út frá styrkleikum, veikleikum og tækifærum í hverju samfélagi fyrir sig. Það verður annars vegar gert með því að vinna tölfræðilegar upplýsingar, en einnig með því að heimsækja viðkomandi sveitarfélög.


Í skýrslunni frá 2008 voru til skoðunar 22 sveitarfélög víðsvegar á landinu, flest þó á Norðausturlandi og Vestfjörðum. Samhliða skýrslu Byggðastofnunar vann Háskóli Íslands könnun á þjónustu á sömu svæðum. Könnunin var hluti af úttekt stofnunarinnar, en jafnframt gaf Háskólinn út sjálfstæða skýrslu sem nefnist Búseta og þjónusta. Báðar skýrslurnar má nálgast á heimsíðu Byggðastofnunar.

Viðmiðin varðandi fólksfækkun verða nú 15% fækkun íbúa á árunum 1994-2009. Það er breyting frá fyrri skýrslu og þýðir að nú verða 32 sveitarfélög til skoðunar en meginsvæðin eru svipuð, eða norðvestur- og norðausturhluti landsins, sem og suðausturland. Einnig verður fjallað um nokkur sveitarfélög sem hafa haldið sínu hvað íbúaþróun varðar, eða eru í vexti.

Verkefnið verður unnið í samstarfi þróunar- og fyrirtækjasviða Byggðastofnunar og flestir sérfræðingar þeirra sviða munu koma að því með einum eða öðrum hætti. Þær Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Elín Gróa Karlsdóttir hafa þegar heimsótt sex sveitarfélög á Vestfjörðum og fundað með bæjar- og sveitarstjórnum og forsvarsmönnum nokkurra fyrirtækja. Verður þessum ferðum framhaldið á næstu vikum. Sigurður Árnason vinnur að tölfræðilega hluta verksins. Verkefnið verður einnig unnið í samstarfi við atvinnuþróunarfélög og háskóla og/eða  aðrar stofnanir.

Markmiðið með verkefninu er m.a. að þær upplýsingar um stöðu byggðarlaga þar sem fólksfækkun er mest séu uppfærðar reglulega og geti þannig nýst stjórnvöldum við stefnumótun í byggðamálum og til aðgerða á þeim svæðum sem um ræðir.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389