Fréttir
Um ESPON- verkefni um fjölbreytileika svæða (Territorial Diversity)
Í fjölbreytileika svæða felast bæði ögrun og kraftur
Ný nálgun beinist frekar að sérkennum svæða en vanmætti
Áherslu ESB á svæðasamkennd er fylgt eftir í framkvæmdaáætlun fyrir innleiðingu Byggðasvæðastefnu þess, Territorial Agenda, sem undirrituð var árið 2007 af þeim ráðherrum aðildarlanda ESB sem fara með mál borgaþróunar og svæðasamstöðu. Þar var kveðið á um að til aðgerða yrði gripið til þess að vernda fjölbreytileika evrópskra byggðasvæða (Territorial Diversity). Þetta leiddi til grænbókar um Territorial Cohesion, svæðasamstöðuna, sem ber undirheitið „að breyta fjölbreytileika svæða í styrkleika.“ Í grænbókinni er athyglinni beint að sóknarfærum sem felast í fjölbreytileikanum, í sérkennum svæðanna, frekar en að byggja á venjulegum stuðningsaðferðum.
Í kjölfarið hefur evrópskum byggðarannsóknum verið beint að fjölbreytileika svæða t.d. í ESPON-áætluninni þar sem hann er rannsóknarefni nokkurra styrktarverkefna. Eitt þeirra, leitt til lykta á árinu 2010, ber einmitt heitið Territorial Diversity, stytt í TeDi. Byggðastofnun hvatti til þess ásamt nokkrum öðrum evrópskum stofnunum sem starfa að byggðaþróun að ráðist yrði í þetta verkefni og fékk áheyrnaraðild að verkefnisstjórninni. Undir verkstjórn Nordregio í Stokkhólmi unnu nokkrir háskólar saman að verkefninu og sköpuðu sér forsendur til samanburðar og ályktana með tilvikskönnunum á átta svæðum sem sum spanna landshluta nokkurra landa. Háskólinn á Akureyri tók þátt í þessu starfi með könnun á norðurhluta Íslands. Lokaskýrslu TeDi-verkefnisins er að finna á svæði verkefnisins á heimasíðu ESPON. Hún er 320 blaðsíður en á heimasíðunni er líka svokölluð Handbook of Territorial Diversity sem gefur gott yfirlit yfir verkefnið á 31 blaðsíðu. Hér á eftir er stiklað á stóru í þessari Handbook of Territorial Diversity. Viðhorf og efnistök sem þar er lýst geta hæglega gagnast við mótun byggðastefnu á Íslandi, bæði á lands- og landshlutastigi.
Í TeDi-verkefninu er því haldið fram að umfjöllunin um fjölbreytileika svæða hafi einskorðast nokkuð við greiningu á hömlum sem felast í samfélagsgerð svæðanna og hindranir fyrir þróun. Tilgangur verkefnisins er að kynna til sögunnar önnur viðhorf til þessara svæða og beina athyglinni að tækifærum til vaxtar og stefnumiðum sem gætu stuðlað að fullri nýtingu á þróunarkostum þeirra. Til grundvallar liggur sú staðhæfing að tilhneiging sé til að móta meginreglur fyrir jafna þróun efnahags og samfélags á hefðbundinni svæðaskiptingu og þess vegna náist ekki sá árangur sem vænst er af þeim römmum, reglum og hvötum sem beitt er á svæðum með lítil, sérhæfð jaðarsamfélög. Erfiðar samgöngur hindra þróun á mörgum landfræðilega sérstæðum stöðum en stuðla líka að verndun á víðtækri hagrænni og félagslegri tilhögun sem fyrir er, aðlöguð að sérstöðu hvers svæðis. Sameining stofnana, stefna um einfaldari stjórnsýslu og samgöngubætur hafa veikt þessa vernd. Um leið og þessar breytingar opna færi til nýsköpunar opinbera þær hversu berskjölduð þessi svæði standa gagnvart þeim áhrifum sem fylgja og geta valdið óstöðugleika. Aðgerðir sem eiga að leiða til fjölbreytileika svæða verður að laga að slíkum aðstæðum.
Tilgangurinn með þessu er að hvert svæði geti unnið að ESB-markmiðinu um sjálfbæra þróun efnahags, samfélags og náttúrufars með hagstæðustu nýtingu á kostum sínum. Þó augljós styrkur margra svæða sé kunnur, s.s. náttúru- eða menningarminjar og náttúruauðlindir, hafa þróunaráætlanir um að fullnýta þessa svæðisbundnu kosti ekki verið skilgreindar. Í TeDi-verkefninu er því fengist við greiningaraðferðir sem ekki hafa leitt til ávinnings af vaxtarmöguleikum og mótun stefnumiða sem beinast að meginhindrunum til þess að ná hámarks ávinningi.
Byggðaþróun er líka þróun orðræðu og samskipta þeirra sem taka þátt og því skiptir skilningur þeirra miklu. Hugtök eins og eyjar, fjöll og dreifbýli efla skilning á evrópsku landi og styðja myndun sérstöðu hvers svæðis. Við stefnumótun þarf því að fjalla um hvert svæði sem landslagsflokk sem einkennist af menningu ekki síður en hugtak sem lýsir náttúrulegum aðstæðum. Vegna þessa tvígildis geta svæðin orðið mikilvægt áhald fyrir svæðisbundnar þróunaráætlanir og byggðastefnumið ESB.
Í TeDi-verkefninu er lýst aðstæðum á svæðum af þeim gerðum sem hér hafa verið taldar upp og gerðar tillögur um sýn á samfélagslega og hagræna þýðingu þeirra. Þá er leitast við að finna einkenni á samfélagshag og -gerð TeDi-svæða: Hvað gerir efnahag þeirra sérstakan? Hvernig gætu endurbætur á flutningskerfi eflt þróun þeirra? Hvaða þýðingu hefur þekkingarstarfsemi fyrir þróun þeirra?
Áherslan á sóknarfæri þýðir ekki að gert sé lítið úr varanlegum örðugleikum vegna náttúrufars sem samfélög geta þurft að kljást við í starfi að félags- og hagþróun byggða en athyglin beinist samt ekki lengur aðeins að því að viðhalda starfsemi þrátt fyrir þessa erfiðleika. Í staðinn er markmiðið að byggja á staðbundnum kostum þannig að samkeppnishæfur rekstur geti sprottið upp. Til viðbótar þarf stefnumótun að stuðla að myndun þróunaraðferðar sem er löguð að þeim sérstöku félags- og vistfræðilegu skilyrðum sem hvert svæði býr við. Það gæti leitt til þess að kljást þurfi við ríkjandi efnahagslegar meginreglur. T.d. er ekki víst að samkeppni tryggi ódýrasta almenna þjónustu þegar fámennið stendur ekki undir mörgum seljendum slíkrar þjónustu. Sama má segja um vinnumarkað, að fólk þarf að geta valið á milli vinnuveitenda til þess að hann myndist, sem varla gerist á stöðum sem byggjast á einu fyrirtæki. Það þarf því að koma upp kerfisbundnu þekkingarstarfi til þess að upplýsa hvernig hagrænar meginreglur fyrir algengar byggðaaðstæður geta verið óhæfar fyrir þróun landfræðilega sérstæðra svæða til jafnvægis og sjálfbærni.
Tilgangurinn er að bæta vaxtarforsendur þessara svæða og sýn til sjálfbærrar þróunar og að tryggja að svæðin vinni að því að ná markmiðum Evrópa 2020 áætlunarinnar með ýtrustu nýtingu á svæðisbundnum kostum. Athyglin beinist að því að greina sóknarfæri, sérstæða kosti sem ekki eru nýttir að fullu. Þó mistakalistinn sé langur á þessu sviði mætti kerfisbundið flokka þekkingu á breytilegum aðstæðum með því að skilgreina svæðisbundin sóknarfæri sem leið til þess að bæta samhengi þriggja lykilþátta: staðbundinna náttúruauðlinda, mannauðs og stofnanaumhverfis.
Svæðisbundin nálgun getur gert það auðveldara að fást við hina flóknu þriggja breytu jöfnu því færi gefst til þess að afmarka hina ýmsu þætti á auðveldari hátt og að lýsa hagrænum, vistfræðilegum og félagslegum metnaði í umhverfinu um daglegt líf fólks. Þar sem svæðið er hluti af sjálfsmynd einstaklinga ætti ennfremur að vera auðveldara að fá þá til starfa um svæðistengt verkefni. Þetta þýðir þó ekki að horfa ætti til einangraðra svæða. Þvert á móti. Oft skapast sóknarfæri þegar nýir samskiptahættir myndast milli nágrannasvæða: Fjallabyggðir þarf að skoða í gagnvirkum samskiptum við byggðir við fjallsrætur og eyjar í samhengi við svæði sem þær tengjast um loft eða lög. Það viðsjála við að einbeita sér að innri sóknarfærum er að einstök svæði verði valin út og hætt við að yfirvega möguleika sem felast í skilvirkri samþættingu milli svæða. Svæðasamstarf er því þáttur í stefnumótun sem beinist að landfræðilega sérstæðum svæðum.
Í TeDi-handbókinni er svæðaflokkunum lýst vel, einkennum, stærð og íbúafjölda og öllum verkefnissvæðunum er lýst í grófum dráttum með lykiltölum. Þá er lýst sex áherslum TeDi-verkefnisins fyrir byggðaþróunaraðgerðir og almennri og sértækri þýðingu þeirra eftir gerð byggðanna og loks eru könnunarsvæðin borin saman í stuttri lokagrein, aðstæðum þeirra og aðgerðum sem haft hafa þýðingu. Áherslurnar eru:
- Endurreisn mannauðs
- Haglýsing
- Vöruflutningar og aðgengi
- Nýting náttúruauðlinda
- Þróun byggð á ferðaþjónustu
- Þróun byggð á þekkingarstarsemi
Þróunarsvið Byggðastofnunar
ÁR
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember