Fréttir
Ársreikningur Byggðastofnunar 2005
27 febrúar, 2006
Ársreikningur Byggðastofnunar fyrir árið 2005 var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 24. febrúar sl. Tap ársins nam 272.193
þús. kr. miðað við 385.463 þús. kr. tap árið 2004.
Lesa meira
Styrkir til atvinnumála kvenna árið 2006
16 febrúar, 2006
Vinnumálastofnun/Félagsmálaráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2006. Heildar fjárhæð til
úthlutunar er 25.000.000. Umsóknarfrestur er til 20. mars 2006
Athugið að eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi.
Lesa meira
Hugmyndasamkeppni um þjóðgarðafurð í ríki Vatnajökuls
23 janúar, 2006
Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um þjóðgarðsafurð í ríki Vatnajökuls. Að samkeppninni stendur NEST-verkefnið á Íslandi
en NEST stendur fyrir Northern Environment for Sustainable Tourism, eða þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu á norðurslóðum.
Verkefnið á Íslandi nær til Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps en auk sveitarfélaganna tveggja standa að því
Háskólasetrið á Hornafirði, Þróunarstofa Austurlands, Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, Skaftafellsþjóðgarður
og fjölmargir ferðaþjónustuaðilar á svæðinu.
Markmið með NEST verkfeninu er að nýta til framþróunar þau tækifæri sem felast í búsetu í nágrenni
þjóðgarða og verndarsvæða. Þátttökuskilyrði í hugmyndasamkeppninni um þjóðgarðsafurð í ríki
Vatnajökuls er að afurðin tengist áðurnefndum tveimur sveitarfélögum, þ.e. hafi beina og augljósa tengingu við náttúru eða
mannlíf á svæðinu á hugmyndalegan hátt eða með notkun hráefnis.
Lesa meira
Tvö ný verkefni innan Norðurslóðaáætlunarinnar (NPP) með íslenskri þátttöku
10 janúar, 2006
Vorið 2002 gerðust Íslendingar aðilar að Norðurslóðaáætlun ESB NPP (Northern Periphery Programme). Áætlunin nær til
norðlægra svæða í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi, en einnig til Grænlands, Færeyja og Íslands. Meginmarkmið
áætlunarinnar er að stuðla að eflingu atvinnu- og efnahagslífs svæða og byggða með svipaðar aðstæður, með samstarfsverkefnum
yfir landamæri á milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana í þessum landshlutum. Reynt er að koma í veg fyrir að landamæri
þjóðríkja sé hindrun í samstarfi og framþróun byggða og atvinnulífs með það að markmiði að
tækifæri og styrkleikar svæðanna fái notið sín sem best. Verkefnin innan NPP skapa mikilvæg tengsl og þekkingu sem byggja á
alþjóðlegri samvinnu og framtaki.
Lesa meira
Íbúafjöldi og þörf á íbúðarhúsnæði á Austurlandi árið 2008. Skýrsla
2 desember, 2005
Út er komið rannsóknarrit nr. 1: Íbúafjöldi og þörf á íbúðarhúsnæði á Austurlandi árið
2008.
Lesa meira
Afgreiðslu lánsumsókna hætt að sinni
22 nóvember, 2005
Stjórn Byggðastofnunar hefur ákveðið að stofnunin hætti afgreiðslu lánsbeiðna þar til niðurstaða liggur fyrir af hálfu
stjórnvalda um framtíðarskipan fjármálastarfsemi Byggðastofnunar.
Lesa meira
Konur og stoðkerfi atvinnulífsins
21 nóvember, 2005
Þróunarsviði Byggðastofnunar var falið af iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti að sjá um gerð úttektar á því
hvaða árangur hefur orðið undanfarin ár af verkefnum sem hafa haft það að markmiði að örva frumkvæði kvenna í atvinnurekstri.
Megin tilgangurinn með úttektinni er að afla upplýsinga sem geta orðið grundvöllur að frekari aðgerðum til að efla þátt kvenna í
atvinnurekstri. Hlutur kvenna í atvinnurekstri hefur lengi verið talinn of lítill og á síðustu árum hefur ríkisstjórn Íslands með
skipulegum hætti leitast við að hvetja konur til frekari þátttöku með ýmsum aðgerðum. Hægt er að nálgast úttektina
hér til hægri á síðunni, en hún nefnist Konur og stoðkerfi atvinnulífsins.
Lesa meira
Er stoðkerfi atvinnulífsins fjandsamlegt konum?
20 október, 2005
Herdís Sæmundardóttir, formaður stjórnar Byggðastofnunar hélt á dögunum erindi á Landsþingi LFK á Ísafirði
þar sem þessari spurningu var velt upp. Þar kom m.a. fram að opinbert stuðningskerfi atvinnureksturs er býsna fjölbreytilegt og margir aðilar sem vinna
að atvinnuþróun og aðstoð við stofnun fyrirtækja. Ekki virðist þurfa að bæta við þá flóru. Það er hins vegar
spurning hvort það sé ekki ástæða til að einfalda þetta kerfi og samhæfa þá krafta sem eru að vinna að atvinnumálum
almennt og þar með talið atvinnumálum kvenna. Erindi Herdísar kemur hér á eftir.
Lesa meira
Góð reynsla af íslenskum NPP verkefnum aukin áhrif til alþjóðavæðingar
7 október, 2005
Góð reynsla er af þátttöku íslenskra aðila í verkefnum er styrkt eru af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Programme, NPP). Flest markmið með þátttöku hafa gengið eftir en Íslendingar taka nú þátt í 27 verkefnum af 45 eða í 60% allra verkefna á vegum NPP, sem teljast verður afar góður árangur.
Lesa meira
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember