Fara í efni  

Fréttir

Athugasemdir við skýrslu Stjórnhátta ehf.

Stjórn Byggðastofnunar hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna umræðu um málefni Byggðastofnunar undanfana daga. Tilkynningin er svohljóðandi:
"Með vísan til umræðu undanfarna daga um málefni Byggðastofnunar, og einkanlega útlánatöp, þykir stjórn Byggðastofnunar nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri. Vitnað hefur verið til skýrslu sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu Stjórnháttum ehf. og er dagsett í maí 2005, og birt var nýlega.  Í skýrslunni koma fram upplýsingar um útlán og afskriftarreikning útlána sem ekki fá staðist, en hafa farið hátt í umræðunni. Vegna þessa fékk Byggðastofnun endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young hf. til að gera úttekt á nokkrum atriðum skýrslunnar.

Í meðfylgjandi greinargerð Árna Snæbjörnssonar, löggilts endurskoðanda hjá Ernst & Young hf. dags. 30. nóvember 2005 kemur m.a. fram eftirfarandi:
“Í skýrslu Stjórnhátta ehf. koma fram staðreyndavillur varðandi útlán og afskriftareikning útlána, þar sem verið er að tiltaka ýmsar fjárhæðir, hlutföll og áhrif. Fram kemur á bls. 27 að Byggðastofnun hafi tapað að meðaltali um 23% af útlánum á tímabilinu 1995 – 2004.  Hið rétta er að stofnunin hefur að meðaltali tapað um 3,6% af útlánum á tímabilinu, sem gera að meðaltali rúmlega 361 milljón kr. á ári.”

Um þá fullyrðingu í skýrslu Stjórnhátta ehf. að hlutfall tapaðra útlána hafi vaxið undanfarin ár og verið yfir 50% árið 2004 segir í skýrslu Ernst og Young:
“Hið rétta er að hlutfall tapaðra útlána af heildarútlánum hefur sveiflast nokkuð á tímabilinu, en ef litið er á tímabilið frá byrjun (1995) til loka (2004) þá hefur hlutfallið farið úr 3,9% í 6%. Að hlutfall tapaðra útlána hafi verið yfir 50% árið 2004 er engan vegin rétt, þar sem það var 6%. Ef stofnunin hefði tapað 50% útlána þýðir það að hún hafi tapað tæpum 5,7 milljörðum kr., en hún tapaði 686 milljónum kr. af útlánum sínum.”

Í niðurstöðu Ernst & Young segir svo:
“Af hlutföllunum og fjárhæðunum eru dregnar ályktanir og settar fram staðhæfingar í skýrslunni. Samkvæmt skýrsluhöfundi er megin ástæða fjárhagsvanda stofnunarinnar að of mikil áhætta hafi verið tekin í útlánum og áhættan vanmetin þegar lánin voru veitt (sjá bls. 40 og 41 í skýrslunni). Þetta er alrangt og stenst engan vegin þar sem framlög í afskriftareikning og endanlega afskrifuð útlán eru nánast sama talan tímabilið 1995 – 2004. Þessi staðreynd gefur til kynna að áhættan hafi verið rétt metin og að hlutaðeigandi aðilar hafi verið meðvitaðir um hana á öllum tímum. Meginskýringin á fjárhagsvanda stofnunarinnar er miklu fremur sú að vegna þessara breytinga sem orðið hafa í rekstrarumhverfinu eru viðskiptamenn stofnunarinnar áhættusamari skuldarar,sem gerir það að verkum að endanlega töpuð útlán hafa hækkað og eru of há.”

Úttekt Ernst og Young má lesa í heild sinni á hér


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389