Fréttir
Góð reynsla af íslenskum NPP verkefnum aukin áhrif til alþjóðavæðingar
Góð reynsla er af þátttöku íslenskra aðila í verkefnum er styrkt eru af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Programme, NPP). Flest markmið með þátttöku hafa gengið eftir en Íslendingar taka nú þátt í 27 verkefnum af 45 eða í 60% allra verkefna á vegum NPP, sem teljast verður afar góður árangur.
Góð reynsla er af þátttöku íslenskra aðila í verkefnum er styrkt eru af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Programme, NPP). Flest markmið með þátttöku hafa gengið eftir en Íslendingar taka nú þátt í 27 verkefnum af 45 eða í 60% allra verkefna á vegum NPP, sem teljast verður afar góður árangur.
Þetta var meðal þess sem fram kom á 40 manna fundi íslenskra þátttakenda í verkefnum innan Norðurslóðaáætlunarinnar, sem haldinn var á Hótel Reynihlíð 3. og 4. október sl. Þar var farið yfir framgang verkefna, samskipti við aðalskrifstofu og kynntar fyrstu niðurstöður ráðgjafafyrirtækisins IMG um þátttöku Íslands í áætluninni. Verkefni innan áætlunarinnar eru afar fjölbreytt og eru beinir þátttakendur hérlendis yfir 50 bæði fyrirtæki, stofnanir og félög en að verkefnunum koma yfir 1.000 manns með einum eða öðrum hætti.
Vorið 2002 gerðust Íslendingar aðilar að Norðurslóðaáætlun ESB NPP (Northern Periphery Programme). Áætlunin nær til norðlægra svæða í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi, en einnig til Grænlands, Færeyja og Íslands. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að eflingu atvinnu- og efnahagslífs svæða og byggða með svipaðar aðstæður, með samstarfsverkefnum yfir landamæri á milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana í þessum landshlutum. Reynt er að koma í veg fyrir að landamæri þjóðríkja sé hindrun í samstarfi og framþróun byggða og atvinnulífs með það að markmiði að tækifæri og styrkleikar svæðanna fái notið sín sem best. Með aukinni alþjóðavæðingu er sífellt mikilvægara að unnið sé að alþjóðlegum verkefnum til að auka samkeppnishæfni byggða og atvinnulífs. Á ráðstefnunni kom fram að NPP verkefnin ykju möguleika einstakra svæða til aukinnar alþjóðavæðingar vegna þeirra miklu fjölþjóðasamvinnu, margbreytileika verkefna og góðrar tengingar við atvinnulíf sem verkefnin bjóða upp á.
Áætlunin er rekin á svipuðum forsendum og rannsóknaráætlanir innan EES-samningsins, þar sem innsendar umsóknir keppa í gæðum um það fjármagn sem til ráðstöfunar er. Framlag íslenskra stjórnvalda til áætlunarinnar eru 27 milljónir á ári til ársins 2006 og eru íslenskir umsóknaraðilar eingöngu styrktir af þessu fjármagni. Heildarfjármagn áætlunarinnar er um 5 milljarðar íslenskra króna fyrir árin 2001-2006. Einstök verkefni fá stuðning eftir mat sérfræðinga frá öllum aðildarlöndunum og er stuðningur háður a.m.k. 40% - 50% mótframlagi umsóknaraðila.
Heildarverkefniskostnaður verkefna með íslenskri þátttöku eru rúmir 2,3 milljarðar og því er með takmörkuðu fjármagni tekið þátt í mjög umfangsmiklum samstarfsverkefnum.
Byggðastofnun hefur í samráði við Iðnaðarráðuneytið haft umsjón með áætluninni fyrir Íslands hönd.
Nánari upplýsingar er að finna á vef Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is og á vef áætlunarinnar http://www.northernperiphery.net/
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember