Fara í efni  

Fréttir

Samanburður á orkukostnaði heimila

Samanburður á orkukostnaði heimila
Samanburður á milli ára

Á fundi stjórnar Byggðastofnunar þann. 16. febrúar sl. var kynnt ný samantekt þróunarsviðs Byggðastofnunar um orkukostnað heimila á ársgrundvelli. Eftirfarandi bókun um málefnið var samþykkt:
„Kynnt var ný samantekt þróunarsviðs um orkukostnað heimila á ársgrundvelli. Orkustofnun var fengin til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húshitun, á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli, á ársgrundvelli frá árinu 2013. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350m3 . Við útreikninga þessa er almenn rafmagnsnotkun og fastagjald tekið saman annarsvegar og hitunarkostnaður hinsvegar. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. september 2017. Báðir þessir liðir vega þungt í rekstrarkostnaði heimila, hvort sem þau eru í þéttbýli eða dreifbýli. Úttektin leiðir í ljós að kostnaður milli landsvæða mjög mismunandi. Á heildina litið er hann í öllum tilfellum meiri í dreifbýli en þéttbýli. Stjórn Byggðastofnunar minnir á að jöfnun lífskjara er grunnþáttur í byggðastefnu stjórnvalda og því mikilvægt að horfa til aðgerða sem væru til þess fallnar að draga úr þessum mun.“

Byggðastofnun hefur fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húshitun, á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli, á ársgrundvelli frá árinu 2013. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350m3. Af þeim stöðum sem skoðaðir voru, reynist rafmagnsverð hæst hjá öllum notendum í dreifbýli kr. 113.365 til kr. 118.874 miðað við lægsta mögulega verð. Árið 2016 var það kr. 108.483 í dreifbýli og árið 2015 hæst hjá Orkubúi Vestfjarða í dreifbýli kr. 102.010. Hækkunin á milli áranna 2016 til 2017 er því tæp 10% og tæp 17% á milli áranna 2015 til 2017.

Við útreikninga þessa er almenn rafmagns notkun og fastagjald tekið saman annarsvegar og hitunarkostnaður hinsvegar. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. september 2017 en til samanburðar eru gjöld frá sama tíma árið 2016 og frá 1. apríl 2015. Neðst má sjá töflu með upplýsingum um orkukostnað, en miðað er við sömu staði og fyrri ár. Árið 2016 var tveimur stöðum bætt við, Flúðum og Seltjarnarnesi.

Raforka
Notendur eru bundnir því að greiða fyrir dreifingu- og flutning á rafmagni frá dreifiveitum sem hefur sérleyfi á viðkomandi svæði. Notendum virðist hins vegar ekki vera almennt ljóst að þeim er heimilt að kaupa raforku af hvaða sölufyrirtæki sem þeir kunna að kjósa en þau eru nokkur og með mismunandi verð. Lægsta mögulega verð er það verð sem notendur geta fengið með því að velja orkusala sem býður lægsta söluverð á raforku á hverjum tíma. Munur á milli lægsta mögulega verðs og algengasta verðs hefur lækkað á milli ára, var mest rúm 6% á Höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi en er nú mestur rúm 2% á sömu stöðum. Annars staðar er munurinn lítill ef einhver.

Á meðfylgjandi mynd má sjá lægsta mögulega verð á raforku sem notendum stendur til boða á hverjum stað, með dreifingar- og flutningskostnaði. Lægsta mögulega verð fæst á Akureyri, um 76 þúsund krónur fyrir árið 2017. Í dreifbýli hjá Orkubúi Vestfjarða er lægsta mögulega verð 56% hærra en á Akureyri, eða tæpar 119 þúsund krónur.

Raforkunotkun - lægsta mögulega verð 2017

Á meðfylgjandi mynd má sjá samanburð síðustu þriggja ára á lægsta mögulega verði.

Raforkunotkun - lægsta verð samanburður 2015 - 2017

Algengasta verð á raforku sem notendum stendur til boða, með dreifingar- og flutningskostnaði, má sjá á meðfylgjandi mynd.

Raforkunotkun algengasta verð 2017

Af þeim stöðum sem skoðaðir voru, reynist rafmagnsverð hæst hjá öllum notendum í dreifbýli kr. 113.365 til kr. 118.874 miðað við lægsta mögulega verð. Árið 2016 var það kr. 108.483 í dreifbýli og árið 2015 hæst hjá Orkubúi Vestfjarða í dreifbýli kr. 102.010. Hækkunin á milli áranna 2016 til 2017 er því tæp 10% og tæp 17% á milli áranna 2015 til 2017.

Í þéttbýli er rafmagnsverð hæst á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða kr. 91.018 en var hæst kr. 83.760 á sama stað í fyrra. Lægst er rafmagnsverðið á Akureyri kr. 76.067 og var einnig lægst árið 2016, þá kr. 71.456. Orkukostnaður í dreifbýli er 30% hærri en hæsta verð í þéttbýli. Í þéttbýli er hæsta verð 20% hærra en lægsta verð og hefur munurinn aukist um 3% frá árinu 2016.

Sjá má samanburð síðust þriggja ára á algengasta verði á meðfylgjandi mynd.

Raforkunotkun algengasta verð samanburður 2015-2017

Húshitun
Þegar kemur að húshitunarkostnaði er munurinn öllu meiri. Fyrir ári síðan var lægsti mögulegur kostnaður hæstur á orkuveitusvæði RARIK í dreifbýli, hjá Orkubúi Vestfjarða í dreifbýli, á Hólmavík, í Grundarfirði, á Neskaupstað, á Reyðarfirði og í Vopnafjarðarhreppi kr. 182.210. Hefur sá kostnaður hækkað um rúm 5% og er nú kr. 191.666.  Þá eru Bolungarvík, Ísafjörður og Patreksfjörður einnig með sama kostnað árið 2017, kr. 191.666 fyrir húshitun á ári og nemur hækkunin 11% frá fyrra ári.

Af þeim stöðum sem skoðaðir voru árið 2016 var lægsti húshitunarkostnaðurinn í Hveragerði kr. 80.239, á Flúðum kr. 51.562 og á Seltjarnarnesi kr. 47.058. Miðað við sömu staði í ár eru Flúðir og Seltjarnarnes einnig með lægstan kostnað kr. 61.628 og kr. 55.380. Þá kemur Grindavík með kr. 84.632. Með Seltjarnarnes sem ódýrasta kostinn er munurinn á hæsta og lægsta verði 246%.

Húshitun lægsta verð 2017

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá samanburð húshitunarkostnaðar síðust þriggja ára á lægsta mögulega verði.

Húshitun lægsta verð samanburður 2015-2017

Heildarorkukostnaður
Í töflunni hér neðst má meðal annars sjá algengasta verðið á heildarorkukostnaði á hverjum stað sem og lægsta mögulega verð. Í flestum tilvikum er um lítinn mun að ræða ef einhvern, að meðaltali tæplega 1%. Mestur er munurinn á Grundarfirði, á Neskaupstað og í Vopnafjarðarhreppi um 2,5%.

Ef horft er til lægsta mögulega heildarorkukostnaðar þá er hann, líkt undanfarin ár, hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða nú kr. 310.540 eða tæpum 7% hærri en árið 2016. Heildarkostnaður í þéttbýli var hæstur á Hólmavík kr. 265.970 árið 2016. Nú eru Bolungarvík, Patreksfjörður og Ísafjörður eru með sama kostnað, og hefur hækkað um 7% frá árinu 2016. Miðað við þá staði sem nú er horft til var heildarkostnaðurinn lægstur á Seltjarnarnesi kr. 122.599 og er enn lægstur nú kr. 136.023. Hæsta verð í dreifbýli er því 128% hærra en lægsta verð í þéttbýli. Í þéttbýli er hæsta verð 108% hærra en lægsta verð.

Á meðfylgjandi mynd má sjá samanburð heildar orkukostnaðar síðust þriggja ára á lægsta mögulega verði.

Orkukostnaður alls - lægsta verð samanburður 2015-2017

Hafa ber í huga að á nokkrum stöðum er veittur afsláttur af gjaldaskár hitaveitu þar sem ekki er hægt að tryggja lágmarkshita vatns til notanda.

Tafla 2017

 Nánari upplýsingar veitir Anna Lea Gestsdóttir hjá Byggðastofnun.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389