Fréttir
Íbúafundur á Breiðdalsvík næsta fimmtudagskvöld
Fimmtudagskvöldið, 6. mars er boðið til opins íbúafundar á Breiðdalsvík í tengslum við verkefnið „Breiðdælingar móta framtíðina“, sem er eitt af fjórum verkefnum í svokölluðum „Brothættum byggðum“ á vegum Byggðastofnunar, í samstarfi við stofnanir og íbúa heima fyrir.
Á fundinum verður farið yfir helstu skilaboð íbúaþings sem haldið var í nóvember og sagt frá hvernig þeim verður fylgt eftir. Verkefnisstjórnin, þar sem sitja fulltrúar Breiðdalshrepps, Austurbrúar, SSA og íbúa, auk fulltrúa Byggðastofnunar, mun starfa í eitt ár og taka nokkur mál upp á sína arma eða beina inn í sínar stofnanir, t.d. Austurbrú. Verkefnisstjórnin mun einnig, innan fárra vikna, funda með þingmönnum Norðausturkjördæmis og e.t.v. ráðherrum, til að koma málefnum Breiðdalshrepps á framfæri. Yfir allt þetta verður farið á íbúafundinum á fimmtudag.
Í lok þingsins skrifuðu íbúar nöfn sín á þá málaflokka sem þeir vildu vinna að áfram. Á fundinum verður spurt frétta af þessu. Hefur fólk hist og hvað er títt? Þessi þáttur er ekki síður mikilvægur en allt það sem verkefnisstjórn og stofnanir geta gert, því kjarninn í verkefninu um „Brothættar byggðir“ er sá að virkja frumkvæði íbúa til að móta sitt samfélag. Verkefnið „Breiðdælingar móta framtíðina“ er samstarfsverkefni íbúa Breiðdalshrepps og stofnana og þar skiptir þáttur íbúa miklu máli.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Bláfelli og hefst kl. 20. Breiðdalshreppur býður upp á kaffi og kleinur.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember