Fréttir
Íbúaþingi í Skaftárhreppi fylgt eftir
Skaftárhreppur, Byggðastofnun, SASS, fyrirtæki, frumkvöðlar og íbúar fylgja nú eftir skilaboðum íbúaþings sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri í október síðastliðnum. Á íbúafundi sem haldinn var 6. febrúar kom fram að verið er að leita lausna til að bæta netsamband, auka framboð á íbúðarhúsnæði, stuðla að nýsköpun í atvinnulífi og þoka ýmsum fleiri málum áfram. Fulltrúar Byggðastofnunar, Skaftárhrepps, SASS og íbúa, greindu frá stöðu helstu mála, en Skaftárhreppur er eitt af fjórum byggðarlögum þar sem Byggðastofnun vinnur verkefnið „Brothættar byggðir“ í samstarfi við íbúa og stofnanir heima fyrir.
Einfalt virðist að koma upp ljósnetstengingum í þéttbýlinu á Klaustri, samkvæmt niðurstöðum vinnuhóps Skaftárhrepps um fjarskiptamál, en dreifbýlið er stærra vandamál og þar þarf ljósleiðara. Þess má geta að í Byggðaáætlun 2014 – 2017, sem nú liggur fyrir Alþingi, er lögð rík áhersla á að jafna aðstöðu allra landsmanna m.a. til fjarskiptatenginga. Þriggja fasa rafmagn í sveitinni er á áætlun árið 2034 en Rarik gefur ekki miklar vonir um að hægt væri að flýta því ef ljósleiðari yrði lagður fyrr. Hvað sem öllu líður er ljóst að framkvæmdir á þessum sviðum verða alltaf kostnaðarsamar.
Til að koma til móts við þörf fyrir aukið íbúðarhúsnæði, er unnið að nýju deiliskipulagi á vegum sveitarfélagsins og SASS er að greina þörf fyrir leiguhúsnæði á Suðurlandi. Þá er þörf fyrir húsnæði fyrir 25 – 30 manns yfir sumartímann, vegna starfsmanna í ferðaþjónustu. Á íbúaþinginu var varpað fram hugmynd um nýta heimavistarálmu í Kirkjubæjarskóla í þessu skyni, en hún gæti rúmað um 20 manns. Skaftárhreppur hyggst láta vinna rýmisgreiningu fyrir skólahúsnæðið, en þar eru nú 41 nemandi í um 1400 fermetra húsnæði. Áhugi er hjá ferðaþjónustufyrirtækjum að koma að málinu.
Starfsemi klasans „Friður og frumkraftur“ er að eflast og hefur hann verið opnaður fleiri fyrirtækjum en eingöngu þeim sem sinna ferðaþjónustu. Spennandi tækifæri eru að opnast í matvælavinnslu og vöruþróun með sláturhúsi á Seglbúðum og kjötvinnslu á Borgarfelli. Á íbúaþinginu var mikið rætt um „tekjuleka“ úr ferðaþjónustunni og gjaldtöku á ferðamannastöðum. SASS hefur nú gert könnun á viðhorfum til gjaldtöku á Suðurlandi og munu niðurstöður hennar liggja fyrir innan tíðar.
Uppbygging Þekkingarseturs á Klaustri er í biðstöðu þar sem engum fjármunum er varið til þess á fjárlögum ársins. Rætt var um að leita annarra leiða tímabundið, t.d. í tengslum við Kirkjubæjarstofu, en halda þó áfram að vinna að málinu, enda hefur það ekki verið slegið út af borðinu.
Byggðastofnun býður nú sérstök lán til jarðakaupa til að greiða fyrir kynslóðaskiptum í landbúnaði og munu þau vonandi nýtast í Skaftárhreppi.
Mörg af þeim málum sem rædd voru á íbúaþinginu snúa beint að íbúunum sjálfum, t.d. að nýta sér Fræðslunet Suðurlands og nýja námsverið í Kirkjubæjarstofu og auka samstarf ungmennafélaga, svo eitthvað sé nefnt. Íbúar gætu líka, að mati þátttakenda á íbúaþinginu, unnið betur saman, ekki síst til að afmá gömul hreppamörk.
Á fundinum var kynnt hvaða stuðningur stendur frumkvöðlum til boða og var fólk hvatt til að leita til atvinnuráðgjafa eða annarra sem geta leiðbeint.
Verkefnisstjórn mun starfa í eitt ár, til að fylgja málum eftir. Næstu skref eru þau að eiga fund með þingmönnum Suðurlands og eftir atvikum, ráðherrum, til að koma málefnum Skaftárhrepps á framfæri við stjórnvöld.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember