Fara í efni  

Fréttir

Grjót mótað í Heimskautsgerðið á Raufarhöfn

Grjót mótað í Heimskautsgerðið á Raufarhöfn
Heimskautagerðið á Raufarhöfn

Um síðastliðin mánaðamót hófst á ný vinna við  Heimskautsgerðið á Raufarhöfn eftir nokkurt hlé.  Í fyrstu er unnið að því að kljúfa bergið í námunni og móta steina í Austur- og Vesturhlið gerðisins og í framhaldi af því verður hafist handa við að reisa hliðin.  Einnig er í þessari lotu áætlað að móta steina og reisa hluta af skúlptúrum er standa  eiga innan gerðisins.  Vinnan við verkið í vetur er fjármögnuð með styrk sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti til verksins í úthlutun á vordögum 2013 og skiptir sá styrkur sköpum varðandi framvindu  uppbyggingar gerðisins.  Enn  fremur má líta á aðkomu Framkvæmdasjóðs að gerðinu sem mikilvægt innlegg  í átaksverkefni í byggðamálum á Raufarhöfn, verkefni sem jafnframt er hluti af „Brothættum byggðum“, þ.e.  samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Háskólans á Akureyri,  sveitarfélaga, atvinnuþróunarfélaga og íbúa á hverju þátttökubyggðarlagi.  Heimamenn vinna jafnframt að því að móta sýn á Raufarhöfn sem áfangastað ferðamanna allt árið.

Vinna við mótun bergsinsHeimskautsgerðið er talið munu hafa mikið aðdráttarafl á ferðamenn þegar fram í sækir og verður því afar mikilvægt fyrir Norðausturhorn landsins varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.  Það að byggja upp ferðaþjónustu á Norðausturhorninu er í senn mikilvægt fyrir búsetu á þessu landshorni og fyrir ferðaþjónustuna í heild varðandi það að dreifa álagi af ferðamönnum um landið til að hlífa  m.a. náttúru og samfélagi á fjölsóttustu stöðunum.  Nú þegar er töluvert um að ferðamenn komi til að skoða og spyrjast fyrir um gerðið, jafnt erlendir sem innlendir gestir. 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389