Fara í efni  

Fréttir

List í ljósi á Seyðisfirði handhafi Eyrarrósarinnar 2019

Frú Eliza Reid forsetafrú veitti  List í ljósi frá Seyðisfirði Eyrarrósina 2019 við hátíðlega viðhöfn í Garði nú síðdegis. Viðurkenningin er veitt árlega fyrir afburða menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Frá upphafi hafa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Air Iceland Connect staðið saman að verðlaununum en þau voru nú veitt í fimmtánda sinn.

Sú hefð hefur skapast á undanförnum árum að verðlaunaafhendingin fari fram í sveitarfélagi verðlaunahafa síðasta árs. Að þessu sinni fór afhendingin fram í Garði, Suðurnesjabæ, en myndlistartvíæringurinn Ferskir vindar frá Garði hreppti Eyrarrósina 2018. 

Frú Eliza Reid verndari Eyrarrósarinnar flutti ávarp og afhenti viðurkenninguna. Verðlaunin sem List í ljósi hlýtur er fjárstyrkur; tvær milljónir króna, auk verðlaunagrips sem hannaður er af Friðriki Steini Friðrikssyni vöruhönnuði. 

Að auki hlutu leiklistar- og listahátíðin Act Alone á Suðureyri og stuttmyndahátíðin Northern Wave / Norðanáttin í Snæfellsbæ formlega tilnefningu til Eyrarrósarinnar og 500 þúsund krónu verðlaunafé hvort. 

Úr umsögn valnefndar um List í ljósi, Eyrarrósarhafann 2019:

„Hátíðinni, sem fer nú fram í fjórða sinn, hefur vaxið ásmegin ár frá ári og laðar nú að sér breiðan hóp listafólks og gesta til þátttöku í metnaðarfullri og fjölbreyttri dagskrá.“
...
„Sérstök ljósalistahátíð er nýnæmi í íslensku menningarlandslagi og er List í ljósi þegar farin að hafa áhrif langt út fyrir Seyðisfjörð, til að mynda með áhugaverðu samstarfi við Vetrarhátíð í Reykjavík. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá listaverkefni á landsbyggðinni taka leiðandi hlutverk á landsvísu á sínu sviði. “

Þær Celia Harrison og Sesselja Jónasardóttir stofnendur og stjórnendur List í ljósi veittu viðurkenningunni viðtöku. 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389