Fréttir
List í ljósi á Seyðisfirði handhafi Eyrarrósarinnar 2019
Frú Eliza Reid forsetafrú veitti List í ljósi frá Seyðisfirði Eyrarrósina 2019 við hátíðlega viðhöfn í Garði nú síðdegis. Viðurkenningin er veitt árlega fyrir afburða menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Frá upphafi hafa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Air Iceland Connect staðið saman að verðlaununum en þau voru nú veitt í fimmtánda sinn.
Sú hefð hefur skapast á undanförnum árum að verðlaunaafhendingin fari fram í sveitarfélagi verðlaunahafa síðasta árs. Að þessu sinni fór afhendingin fram í Garði, Suðurnesjabæ, en myndlistartvíæringurinn Ferskir vindar frá Garði hreppti Eyrarrósina 2018.
Frú Eliza Reid verndari Eyrarrósarinnar flutti ávarp og afhenti viðurkenninguna. Verðlaunin sem List í ljósi hlýtur er fjárstyrkur; tvær milljónir króna, auk verðlaunagrips sem hannaður er af Friðriki Steini Friðrikssyni vöruhönnuði.
Að auki hlutu leiklistar- og listahátíðin Act Alone á Suðureyri og stuttmyndahátíðin Northern Wave / Norðanáttin í Snæfellsbæ formlega tilnefningu til Eyrarrósarinnar og 500 þúsund krónu verðlaunafé hvort.
Úr umsögn valnefndar um List í ljósi, Eyrarrósarhafann 2019:
„Hátíðinni, sem fer nú fram í fjórða sinn, hefur vaxið ásmegin ár frá ári og laðar nú að sér breiðan hóp listafólks og gesta til þátttöku í metnaðarfullri og fjölbreyttri dagskrá.“
...
„Sérstök ljósalistahátíð er nýnæmi í íslensku menningarlandslagi og er List í ljósi þegar farin að hafa áhrif langt út fyrir Seyðisfjörð, til að mynda með áhugaverðu samstarfi við Vetrarhátíð í Reykjavík. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá listaverkefni á landsbyggðinni taka leiðandi hlutverk á landsvísu á sínu sviði. “
Þær Celia Harrison og Sesselja Jónasardóttir stofnendur og stjórnendur List í ljósi veittu viðurkenningunni viðtöku.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember