Fréttir
Samningar undirritaðir vegna styrkja til fjarvinnslustöðva
Þriðjudaginn 5. febrúar undirritaði forstjóri Byggðastofnunar samninga vegna fjögurra verkefna sem styrk hlutu á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Styrkirnir eru vegna fjarvinnslustöðva og heildarfjárhæð styrkja eru 60 milljónir króna.
Markmiðið með framlögum vegna fjarvinnslustöðva er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum í landsbyggðunum. Við mat á umsóknum var stuðst við þætti eins og íbúaþróun, samsetningu atvinnulífs og atvinnustig og þróun á starfsmannafjölda viðkomandi stofnunar undanfarin ár. Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna.
Verkefnin fjögur sem hljóta styrk eru:
- Skönnun og skráning þinglýstra skjala. Styrkþegi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum. Verkefnið verður styrkt um 6 m.kr. á ári í þrjú ár, samtals 18 m.kr.
- Þjóðfræðistofan á Ströndum. Söfnun upplýsinga og skráning menningararfs. Styrkþegi Háskóli Íslands. Verkefnið verður styrkt um 6 m.kr. á ári í þrjú ár, samtals 18 m.kr.
- Fjarvinnsla á Djúpavogi. Skráning minningarmarka. Styrkþegi Minjastofnun Íslands. Verkefnið verður styrkt um 21 m.kr.
- Gagnagrunnur sáttanefndabóka. Styrkþegi Háskóli Íslands. Verkefnið verður styrkt um 9 m.kr.
Undirritun samninga fór fram í fundarsal Byggðastofnunar og við það tækifæri kynntu styrkþegar verkefnin sem styrk hlutu.
Jónas Guðmundsson sýslumaður á Vestfjörðum kynnti verkefni um rafræna skráningu gagna. Óskönnuðum eldri þinglýsingarskjölum hjá öðrum sýslumannsembættum, verður safnað saman og þau skönnuð og komið á rafrænt form. Embættið hefur skannað skjöl að hluta til á Vestfjörðum og einnig fyrir höfuðborgarsvæðið. Ráðinn verður starfsmaður til að skanna öll skjöl hjá embættum landsins. Verkefnið verður unnið á Hólmavík.
Jón Jónsson þjóðfræðingur kynnti verkefni Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum, um Þjóðfræðistofuna á Ströndum. Verkefnið snýst um rafræna skráningu á menningararfi á sviði þjóðfræði. Verkefnið byggir á menningararfi Strandamanna en aðferðafræðin og sú rafræna miðlun sem verður til verður yfirfæranleg á landsvísu. Samstarf verður við stofnanir á landsvísu og aðila í heimabyggð. Fjölga á starfsmönnum í tvo.
Agnes Stefánsdóttir sviðsstjóri Minjastofnunar sagði frá verkefni um skráningu minningarmarka og skýrslna um fornleifaskráningu, en verkefnið verður unnið á Djúpavogi og í samstarfi við Djúpavogshrepp og Austurbrú. Verkefnið er þríþætt; setja á upp gagnagrunn um minningarmörk í kirkjugörðum, koma gögnum um þau á rafrænt form, safna skýrslum um fornleifaskráningar og skanna það sem þarf og tengja við minjavefsjá. Vinna við gagnagrunn er hafin. Gert er ráð fyrir að eitt stöðugildi skapist.
Vilhelm Vilhelmsson forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Skagaströnd sagði frá verkefni um gagnagrunn sáttanefndabóka, sem eru gjörðabækur sáttanefnda. Mynda á allar varðveittar bækur sáttanefnda á tímabilinu 1798-1936 og gera aðgengilegar á stafrænu formi. Dómabókagrunnur Þjóðskjalasafns er fyrirmynd. Slíkar heimildir hafa verið lítt notaðar af fræðimönnum til þessa. Samstarf er við Þjóðskjalasafn og héraðsskjalasafn Skagfirðinga. Eitt starf mun skapast.
Samtals má því reikna með að í það minnsta fjögur störf skapist vegna þessara verkefna.
Byggðastofnun óskar styrkþegum til hamingju!
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember