Fréttir
Hvar eru ríkisstörfin?
Byggðastofnun hefur gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins frá áramótum 2013/2014. Fyrir liggja nú tölur um fjölda stöðugilda til áramótanna 2017/2018. Störfin eru mun fleiri en stöðugildin en við höfum kosið að setja upplýsingarnar fram í fjölda stöðugilda. Þá er miðað við hvar störfin eru unnin, en ekki hvar viðkomandi starfsmaður býr. Tölum er skipt niður á konur og karla.
Stöðugildum er skipt í tvo flokka. Í fyrsta lagi stöðugildi sem greidd eru af Fjársýslunni og hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum í eigu ríkisins. Þeim flokki tilheyra til að mynda ráðuneytin, Byggðastofnun, Háskóli Íslands og Isavia. Seinni flokkuninni tilheyra stofnanir sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum. Má nefna sem dæmi Háskólann í Reykjavík, SÁÁ og hjúkrunar- og dvalarheimilin. Víð skilgreining ríkisstarfa eru þessir tveir flokkar samanlagðir.
Í eftirfarandi töflu má sjá fjölda stöðugilda hjá ríkinu í víðri skilgreiningu, um áramót fimm ár í röð, skipt niður á kyn. Sjá má að stöðugildum hefur fjölgað á milli allra ára, þó hlutfallslega mest á milli áranna 2015 og 2016. Þá hefur kynjahlutfallið verið nokkuð svipað á milli ára en stöðugildi kvenna telja um 63% ár hvert.
Í eftirfarandi töflu má sjá fjölda stöðugilda hjá ríkinu í víðri skilgreiningu, þann 31.12. 2017 skipt niður á landssvæði og kyn. Konur sinna 59 – 69% stöðugildanna á öllum landssvæðum utan Suðurnesja (47%) og erlendis (42%).
Í eftirfarandi töflu má sjá í fyrsta lagi hlutfallsskiptingu íbúa niður á landssvæðin um áramótin 2016/2017. Þá má sjá hlutfallsskiptingu stöðugildanna skipt niður á landssvæði. Að lokum má sjá hlutfallsskiptingu stöðugildanna með tilliti til íbúafjölda hvers landssvæðis. Eins og sjá má munar töluvert á milli hlutfalls höfuðborgarsvæðisins í fjölda stöðugilda að teknu tilliti til íbúafjölda, miðað við hlutfall annarra landshluta.
Stöðugildum á landsvísu fjölgaði um 620 eða um 2,62% á milli áranna 2016 - 2017. Vestfirðir voru eina landssvæðið sem stendur í stað í fjölda stöðugilda, önnur auka við sig. Utan Norðurlands vestra og Suðurlands, er áberandi fjölgun stöðugilda innan stærsta kjarna viðkomandi landshluta, þá oftast á kostnað minni sveitarfélaga.
Höfuðborgarsvæðið
Stöðugildum fjölgaði um 329 eða um tæp 2% á höfuðborgarsvæðinu á milli áranna 2016 - 2017. Í Hafnarfirði fækkaði stöðugildum um rúm 3% og í Mosfellsbæ um rúm 11%. Er það helst vegna lokunar lögreglustöðvar og færslu starfa úr Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Í Reykjavík fjölgar stöðugildum í heild um 2,2%. Í Seltjarnarnesbæ fjölgar stöðugildum um 30% og munar þar mestu með tilkomu starfsstöðvar
Vesturland
Stöðugildum fjölgaði um 15 eða um tæp 2% á Vesturlandi á milli áranna 2016 - 2017. Akranes er eina sveitarfélagið á Vesturlandi þar sem stöðugildum fjölgaði á milli ára. Fjölgunin er um 6,2% sem að mestu á sér stað á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í Borgarbyggð, Grundarfjarðarbæ og Stykkishólmsbæ fækkaði um nokkur stöðugildi.
Vestfirðir
Á Vestfjörðum stendur fjöldi stöðugilda í stað á milli ára. Á Ísafirði er fjölgun, en fækkun er í Bolungarvík, Reykhólahreppi, Strandabyggð og Vesturbyggð.
Norðurland vestra
Óverulegar breytingar eiga sér stað á Norðurlandi vestra á milli ára en stöðugildum fjölgaði um 6 eða um rúm 1% á milli áranna 2016 – 2017. Helst munar um fjölgun stöðugilda hjá Heilbrigðistofnun Norðurlands vestra á Blönduósi. Öll sveitarfélög bæta við sig utan Akrahrepps og Skagabyggðar.
Norðurland eystra
Stöðugildum fjölgaði um 74 eða um 4% á Norðurlandi eystra á milli áranna 2016 - 2017. Á Akureyri fjölgar stöðugildum um 4,1%. Hlutfallslega munar þó langmestu um 50% fjölgun stöðugilda hjá Landsvirkjun í Skútustaðahrepp. Þó ber að geta þess að fjölgunin á Akureyri var um 59 en í Skútustaðahrepp um 9,5 stöðugildi.
Austurland
Stöðugildum fjölgaði um 14 eða um 2,5% á Austurlandi á milli áranna 2016 - 2017. Í Fjarðabyggð fækkar um 11,5 stöðugildi á milli ára, eða 4,7% en í Fljótsdalshéraði fjölgar um 22,5 stöðugildi eða 9,6%. Þá fækkar um rúm 17% í Djúpavogshreppi eða um 1,4 stöðugildi. Í öllum tilfellum munar mestu um breytingar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Suðurland
Stöðugildum fjölgaði um 49 eða um 3,5% á Suðurlandi á milli áranna 2016 - 2017. Vatnajökulsþjóðagarður fjölgar stöðugildum um 13 í Hornafirði og er samtals 17% fjölgun stöðugilda í sveitarfélaginu á milli ára. Heildarfjölgun stöðugilda í Bláskógarbyggð er um 11% og munar þar helst um fjölgun hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í Rangárþingi ytra fjölgar um 7 stöðugildi eða um 7%.
Suðurnes
Stöðugildum fjölgaði um 122,5 eða um 9,61% á Suðurnesjum á milli áranna 2016 – 2017. Í Reykjanesbæ fjölgar stöðugildum um 121,5 sem er 9,9% aukning á milli ára. Fjölgun er hjá Lögreglustjóra Suðurnesja, Landhelgisgæslunni, Tollstjóra og Isavia, samtals um 148 stöðugildi eða samanlagt 18% fjölgun stöðugilda á milli ára.
Frekari upplýsingar og fyrirvari
Skiptingu stöðugilda niður á sveitarfélög og frekari tölulegar upplýsingar má finna neðst á þessari síðu.
Mikið er lagt upp með að hafa gögnin sambærileg á milli ára. Því fer gagnaöflun fram með skipulögðum hætti og drjúgum tíma er varið í að rýna gögnin. Þó ber þess að geta að enn gætu leynst villur í gögnunum og fögnum við öllum ábendingum um það sem betur má fara. Tölur eru leiðréttar fyrir öll árin ef tilefni er til.
Yfir stendur yfir vinna við að afla ganga um stöðuna við áramót 2018/2019 og verða þær birtar við fyrsta tækifæri.
Frekari upplýsingar veitir Anna Lea Gestsdóttir, sérfræðingur þróunarsviðs í síma 455-5433 eða í tölvupósti anna@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember