Fara í efni  

Fréttir

Samningar undirritaðir vegna styrkja til verslunar í strjálbýli

Byggðastofnun hefur nú undirritað samninga vegna sex verslunarverkefna á starfssvæði sínu á  grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024 þar sem m.a. er kveðið á um framlög til að styðja verslun í strjálbýli. Alls eru gefin fyrirheit um styrki að upphæð 25,7 milljónum króna á árunum 2018-2021.

Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Framlögin koma til með að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, m.a. með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetningu í verslunum og bættri aðkomu.

Verkefnin sem styrk hlutu eru:

  • Gusa ehf. hlýtur styrk að upphæð 1.000.000 kr. vegna Búðarinnar Borgarfirði.  Verslunin opnaði síðasta sumar. Fullgera á húsnæði og auka þjónustu. Gera á þjónustukönnun, fá rekstrarráðgjöf og halda námskeið með það að markmiði að auka þekkingu starfsfólks.
  • Árneshreppur hlýtur styrk að upphæð 7.200.000 kr. fyrir árin 2019-2021 vegna Verslunar í Norðurfirði í Árneshreppi. Verslunin í Norðurfirði hefur verið lokuð frá því haustið 2018. Stofna á félag um reksturinn og opna á verslunina á ný með lágmarksþjónustu að vetrinum og opið daglega að sumrinu.
  • Hríseyjarbúðin ehf. fær styrk að upphæð 6.300.000 kr. fyrir árin 2019-2021 vegna Verslunar í Hrísey. Frá árinu 2015 hefur matvöruverslunin verið í eigu 52ja hluthafa. Þar er fjölbreytt þjónusta, auk sölu á matvöru er bankaþjónusta, pósthús og kaffiveitingar. Verslun á staðnum eykur búsetugæði.
  • Kaupfélag Steingrímsfjarðar hlýtur styrk að upphæð 3.300.000 kr. vegna Strandakjarna í Hólmavík. Byggja á KSH upp sem þjónustukjarna og verður gerð þarfa- og kostnaðargreining. Koma á í veg fyrir að verslun leggist af, auka samkeppnishæfni, skapa atvinnu og bæta búsetuskilyrði.
  • Verslunin Urð ehf. fær styrk að upphæð 5.500.000 kr. fyrir árin 2018-2019 vegna verkefnisins Raufarhöfn til frambúðar. Tryggja á áframhaldandi verslun á dagvöru á Raufarhöfn. Urð er eina verslunin þar, starfrækt frá árinu 1995. Laga á aðkomu og aðstöðu og setja upp kaffihorn og salernisaðstöðu.
  • Kríuveitingar ehf. hljóta styrk að upphæð 2.400.000 kr. vegna verkefnisins Verslunarrekstur í Grímsey. Markmiðið er að tryggja að áfram verði verslun í Grímey. Halda á versluninni opinni allt árið um kring, þjónusta ferðamenn og bjóða íbúum eyjarinnar upp á helstu nauðsynjar í heimabyggð.

Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389