Fréttir
Laufey Kristín Skúladóttir nýr starfsmaður Byggðastofnunar
Laufey Kristín Skúladóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings á þróunarsviði Byggðastofnunar. Starfið var auglýst í byrjun janúar og rann umsóknarfrestur út þann 28. janúar. Alls barst 21 umsókn um starfið en einn aðili dró umsókn sína til baka. 8 konur sóttu um starfið og 13 karlar.
Laufey er með MSc gráðu í stjórnun nýsköpunar og viðskiptaþróunar frá Copenhagen Business School og BA gráðu í hagfræði með heimspeki sem aukafag frá Háskóla Íslands.
Laufey hefur starfað hjá Fisk-Seafood, þar sem hún var markaðs- og sölustjóri. Þar áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði og sem atvinnuráðgjafi hjá SSNV. Hún er fulltrúi í sveitarstjórn í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Laufey er gift Indriða Þór Einarssyni verkfræðingi og eiga þau þrjár dætur.
Verkefnin verða fjölbreytt, en á meðal helstu verkefna Laufeyjar verður að vinna við undirbúning og gerð byggðaáætlunar og vinna við greiningar á þróun byggðar á lands- og landshlutavísu með tilliti til byggðaáætlunar og sóknaráætlana landshluta.
Laufey mun hefja störf á næstunni.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember