Fara í efni  

Fréttir

26 umsóknir í Byggðarannsóknasjóð

26 umsóknir í Byggðarannsóknasjóð

Byggðastofnun auglýsti eftir umsóknum í nýjan Byggðarannsóknarsjóð í febrúar. Alls bárust 26 umsóknir áður en umsóknarfrestur rann út á miðnætti 8. mars. Einni umsókn var hafnað á þeirri forsendu að hún barst of seint. Til úthlutunar eru 10 m.kr. og samkvæmt reglum sjóðsins er miðað við að styrkirnir séu ekki færri en þrír og ekki fleiri en fimm. Stefnt er að því að tilkynna um úthlutun styrkja á ársfundi Byggðastofnunar þann 10. apríl næstkomandi.
Lesa meira
Eyrarrósarlistinn

Eyrarrósarlistinn 2015 birtur

Í ár barst mikill fjöldi umsókna um Eyrarrósina hvaðanæva af landinu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.
Lesa meira
Níu ný verkefni með íslenskri þátttöku í Norðurslóðaáætluninni

Níu ný verkefni með íslenskri þátttöku í Norðurslóðaáætluninni

Á fyrsta umsóknarfresti Norðurslóðaáætlunarinnar bárust 20 verkefnaumsóknir og þar af voru 15 með íslenskum þátttakendum. Verkefnisstjórn NPA samþykkti stuðning við 13 verkefni og þar af eru níu með íslenskri þátttöku. Umsóknir í íslenska hlutann voru mun hærri en það fjármagn sem til ráðstöfunar var, sem kom niður á úthlutun.
Lesa meira
Byggðastofnun - Niðurstaða úr skuldabréfaútboði

Byggðastofnun - Niðurstaða úr skuldabréfaútboði

Byggðastofnun var með frumútboð á skuldabréfaflokknum BYG 15 1 þann 26. febrúar 2015. Uppgjör viðskipta fer fram föstudaginn 6. mars 2015.
Lesa meira
Frá afhengingu Landstólpans 2014

Óskað eftir tillögum til Landstólpans

Landstólpinn, Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Viðurkenningin er hvatning, því hugmyndin að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni.
Lesa meira

Eirný ráðin verkefnisstjóri Brothættra byggða í Skaftárhreppi

Eirný Vals hefur verið ráðin „ Verkefnisstjóri Brothættra byggða – Skaftárhreppur til framtíðar“, hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Eirný mun hafa búsetu í Skaftárhrepp og hefja störf um næstu mánaðarmót.
Lesa meira
Frá undirritun samninga

Samningar um sóknaráætlanir landshluta til fimm ára

Í gær var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Þar með var stórum áfanga náð í samskiptum ríkisins við landshlutasamtök sveitarfélaga og mikilvæg skref stigin í átt að einfaldara og gagnsærra kerfi.
Lesa meira
Auglýsing um styrki til rannsókna á sviði byggðamála

Auglýsing um styrki til rannsókna á sviði byggðamála

Byggðarannsóknasjóður hefur þann tilgang að efla byggðarannsóknir og bæta þannig þekkingargrunn fyrir stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Stjórn sjóðsins var skipuð í byrjun árs og auglýsir nú í fyrsta skipti eftir umsóknum um styrki.
Lesa meira
Sólvellir 23

Fiskvinnsla Ísfisks tekur til starfa á Breiðdalsvík

Fimmtudaginn 5. febrúar tók fiskvinnsla Ísfisks formlega til starfa í frystihúsinu á Breiðdalsvík. Fiskvinnsluhúsið að Sólvöllum 23 í Breiðdalsvík hefur verið í eigu Byggðastofnunar frá árinu 2008 þegar vinnsla þar stöðvaðist. Fyrir rúmu ári síðan ákvað Byggðastofnun, í samvinnu við heimamenn í Breiðdalsvík, að ráðast í breytingar á húsinu til þess að það mætti nýtast betur undir margþætta atvinnustarfsemi.
Lesa meira
Eldiskvíar Fiskeldis Austfjarða í Berufirði

Samningur um aflamark Byggðastofnunar á Djúpavogi

Byggðastofnun, Búlandstindur og Fiskeldi Austfjarða hafa gert með sér samkomulag um aukna byggðafestu á Djúpavogi. Samkomulagið felur í sér samstarf um nýtingu á 400 þorskígildistonna aflaheimildum af Aflamarki Byggðastofnunar auk mótframlags samstarfsaðila í eldis- og bolfiski. Samkomulagið er til 3 ára, með möguleika á framlengingu um 1 ár.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389