Fréttir
Aflamark Byggðastofnunar - boð um samstarf á Bakkafirði
Á grundvelli bráðabirgðaákvæðis XIII í lögum nr.116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum og reglugerðar nr.606/2015, auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda á Bakkafirði í Langanesbyggð, allt að 125 þorskígildistonnum á fiskveiðiárunum 2016/2017 og 2017/2018 en allt að 150 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári (2015/2016).
Meginmarkmið verkefnisins er að auka byggðafestu í þeim sjávarbyggðum sem:
- standa frammi fyrir alvarlegum og bráðum vanda vegna skorts á aflaheimildum eða óstöðugleika í sjávarútvegi,
- eru háðastar sjávarútvegi og eiga minnsta möguleika á annarri atvinnuuppbyggingu,
- eru fámennar, fjarri stærri byggðakjörnum og utan fjölbreyttra vinnusóknarsvæða.
Í því skyni er stefnt að uppbyggingu í sjávarútvegi sem:
- skapar eða viðheldur sem flestum heilsársstörfum fyrir bæði konur og karla við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi í viðkomandi sjávarbyggðum,
- stuðlar að sem öflugastri starfsemi í sjávarútvegi til lengri tíma
Endanlegt val á samstarfsaðilum mun byggja á eftirfarandi þáttum:
- trúverðugum áformum um útgerð, vinnslu sjávarafurða eða aðra starfsemi.
- fjölda heilsársstarfa fyrir karla og konur.
- sem bestri nýtingu þeirra veiðiheimilda sem fyrir eru í byggðarlaginu.
- öflugri starfsemi til lengra tíma sem dregur sem mest úr óvissu um framtíðina.
- jákvæðum áhrifum á önnur fyrirtæki og samfélagið.
- traustri rekstrarsögu forsvarsmanna umsækjanda.
Gert er ráð fyrir að gerður verði samningur vegna fiskveiðiáranna 2015/2016, 2016/2017 og 2017/2018.
Umsóknum sem ekki falla að markmiðum verkefnisins verður hafnað.
Umsóknareyðublað, ásamt nánari upplýsingum er að finna á vef Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is. Umsóknir skal senda til Byggðastofnunar, á netfangið postur@byggdastofnun.is fyrir kl. 12:00 mánudaginn 9.nóvember nk. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Árnason sérfræðingur á þróunarsviði.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember