Fara í efni  

Fréttir

Verkefni til styrktar frumkvöðlakonum á landsbyggðinni styrkt af Erasmus+

Byggðastofnun er samstarfaðili að verkefninu FREE (Female Rural Enterprise Empowerment)  sem er til styrktar frumkvöðlakonum á landsbyggðinni. Vinnumálastofnun stýrir verkefninu sem fengið hefur fjörutíu milljóna króna fjárstuðning úr Erasmus áætlun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar sem eru sjö talsins koma frá fimm löndum, Íslandi, Bretlandi, Búlgaríu, Króatíu, og Litháen.

Rannsókn Byggðastofnunar sýnir að fólksflótti sé mikill frá afskekktum stöðum á landsbyggðinni og meirihluti þeirra sem flytja eru konur. Markmið verkefnisins er að bæta aðgengi kvenna á landsbyggðinni að hagnýtri menntun og gefa frumkvöðlakonum tækifæri á að byggja upp færni og hæfni í viðskiptum. Stefnt er að því að konur í löndunum fimm myndi tengslanet sín á milli sem ætlað er til að efla þær sem eru annað hvort með hugmynd á byrjunarstigi eða jafnvel komnar af stað með fyrirtæki. Reynslan sýnir að tengslanet getur oft skipt sköpum fyrir frumkvöðla.

Aðeins er um prufuverkefni að ræða og munu konur á Vestfjörðum, Austfjörðum og Norðurlandi vestra koma til með að geta sótt um þátttöku í verkefninu. Verkefni sem þessi eiga að verða sjálfbær eftir að aðkomu Evrópusambandsins í formi styrkjar lýkur. Þannig er vonast til að konur um allt land hafi möguleika á að verða hluti að tengslanetinu eftir að verkefninu lýkur eftir um það bil tvö og hálft ár.

Upphafsfundur verkefnisins var haldinn nýverið haldinn í Sheffield, Englandi. Næsta skref er að rannsaka hver staða kvenna á landsbyggðinni er. Fyrirhuguð fræðsla mun svo hefjast haustið 2016.

Nánari upplýsingar veita Ásdís Guðmundsdóttir hjá Vinnumálastofnun og Anna Lea Gestsdóttir hjá Byggðastofnun.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389