Fréttir
Raufarhöfn – sérstæður áfangastaður, traust atvinna, blómstrandi menntun, öflugir innviðir
Áhugi og samheldni einkenndi andann á íbúafundi á Raufarhöfn í verkefninu Raufarhöfn og framtíðin. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu þann 14. október sl. og mættu þangað rúmlega þrjátíu manns til að ræða framtíðarmarkmið verkefnisins Raufarhöfn og framtíðin.
Silja Jóhannesdóttir verkefnisstjóri kynnti drög að framtíðarsýn og markmiðum verkefnisins sem byggja á greiningu og skilaboðum íbúaþings og bæjarbúar gáfu álit sitt og komu með viðbótarhugmyndir. Sú vinna sem fram fór á fundinum er þó ekki endapunkturinn í samtalinu því íbúum Raufarhafnar gefst tækifæri og eru hvattir til að taka þátt í vinnu að þeim markmiðum og verkefnum sem þarna voru samþykkt.
Framtíðarsýn Raufarhafnar sem sett var fram á fundinum er á þessa leið:
Raufarhöfn er þorp sem er byggt á tveimur megin atvinnugreinum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Sérstaða þess verði jafnframt nýtt til þess að laða að frekari fjölbreytni í atvinnustarfsemi sem höfðar til yngra fólks með fjölþætta menntun og bakgrunn. Þorpinu er vel viðhaldið, húsnæði í góðu ásigkomulagi og grunnmenntun og þjónusta í boði.
Fjögur meginmarkmið voru kynnt í framhaldi af framtíðarsýn og voru þau eftirfarandi:
- Sérstæður áfangastaður
- Traustir grunnatvinnuvegir
- Blómstrandi menntun
- Öflugir innviðir
Undir meginmarkmiðunum voru síðan sett fram nánari markmið sem rædd voru á fundinum, en of langt mál yrði að rekja hér. Nánar má kynna sér málið hér.
Verkefnisstjórn og verkefnisstjóri vinna áfram með þær tillögur sem komu fram og setja fram aðgerðir sem tengjast þeim markmiðum sem kynnt voru og samþykkt á fundinum.
Íbúar sem hafa áhuga á að vinna að einhverju markmiðinu eða vilja koma með ábendingar geta sett sig í samband við Silju, netfangið er silja@atthing.is og símanúmer er 464-9882. Hún er með aðsetur á skrifstofunni að Aðalbraut 2 á Raufarhöfn, „Ráðhúsinu“.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember