Fréttir
Brothættar byggðir, fyrsti fundur verkefnisstjórnar fyrir Kópasker og nágrenni
Fyrsti fundur í verkefnisstjórn Brothættra byggða fyrir Kópasker og nágrenni var haldinn á Kópaskeri miðvikudaginn 28. október sl.
Við þetta tækifæri tók Silja Jóhannesdóttir verkefnisstjóri við verkefnisstjórn fyrir verkefnið í byggðarlaginu, en fyrir gegnir hún því starfi fyrir verkefnið Raufarhöfn og framtíðin, sem einnig er hluti Brothættra byggða.
Í verkefnisstjórninni sitja Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri, Pétur Þ. Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Stefán H. Grímsson og Charlotta Englund sem eru fulltrúar íbúa á svæðinu og loks Sigríður K. Þorgrímsdóttir og Kristján Þ. Halldórsson frá Byggðastofnun.
Á fundinum var rætt um stöðu samfélagsins á Kópaskeri og í nærsveitum, bæði í atvinnumálum, þjónustu, samheldni íbúa og hvaðeina sem viðkemur samfélaginu.
Fram kom að flutningur grunnskólans á sínum tíma hafi haft slæm áhrif á samfélagið og eimi eftir af því ennþá. Rætt var um stöðu Fjallalambs sem sé „fiskvinnsla“ Kópaskers, um hvað eigi að gera við Gefluhúsin, um nauðsyn þess að halda uppi grunnþjónustu, um stöðu húsnæðismála, um nettengingu og mikilvægi hennar og velt vöngum um hvað þurfi að vera til staðar til að draga ungt fólk að.
Bæjarstjóri kynnti hugmynd Norðurþings um hverfisráð.
Silja fór yfir það hvernig stefnumótun er unnin og í framhaldinu var rætt um fyrirhugað íbúaþing og mögulega tímasetningu þess. Stefnt er að helginni 16.-17. janúar og verður það nánar auglýst síðar.
Silja verkefnisstjóri verður með aðstöðu á Kópaskeri og fasta viðveru þar, eins og á Raufarhöfn. Hún mun á næstunni kynna sér svæðið og hagsmuni þess og íbúum svæðisins gefst þannig kostur á að koma hugmyndum sínum á framfæri og fá ráðgjöf.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember