Fréttir
Hvar eru ríkisstörfin?
24 september, 2019
Byggðastofnun hefur gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins frá áramótum 2013/2014. Fyrir liggja nú tölur um fjölda stöðugilda til áramótanna 2018/2019. Störfin eru mun fleiri en stöðugildin en við höfum kosið að setja upplýsingarnar fram í fjölda stöðugilda. Þá er miðað við hvar störfin eru unnin, en ekki hvar viðkomandi starfsmaður býr. Tölum er skipt niður á konur og karla.
Lesa meira
Uppfærð mannfjöldaspá Byggðastofnunar
23 september, 2019
Byggðastofnun hefur uppfært mannfjöldaspá á sveitarfélagagrunni sem áður var gefin út í mars 2018. Ný gögn frá Hagstofu Íslands eru notuð og meðhöndlun upplýsinga um búferlaflutninga er endurbætt.
Mannfjöldaspáin byggir á mannfjöldalíkani Byggðastofnunar sem notað er til að brjóta mannfjöldaspá Hagstofu Íslands niður á minni svæði, þ.e. 8 landshluta, 27 svokölluð atvinnugreinasvæði og 72 sveitarfélög samkvæmt sveitarfélagaskipan 1. janúar 2019.
Lesa meira
Samanburður fasteignagjalda heimila árið 2019
23 september, 2019
Byggðastofnun hefur nú í ár líkt og undanfarin ár, fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu viðmiðunarfasteigninni á 26 þéttbýlisstöðum á landinu. Eru nú til árleg og sambærileg gögn frá árinu 2010 til ársins 2019. Sjá má staðsetningar þessara þéttbýlisstaða hér á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira
Kraftmikill íbúafundur á Þingeyri
20 september, 2019
Vel sóttur og kraftmikill íbúafundur var haldinn á Þingeyri miðvikudaginn 11. september sl. Fundurinn er árlegur íbúafundur sem haldinn er í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar, sem er samstarfsverkefni íbúa, sveitarfélags, landshlutasamtaka og Byggðastofnunar og er hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættum byggðum.
Lesa meira
Forstöðumaður þróunarsviðs
13 september, 2019
Byggðastofnun óskar eftir að ráða öflugan og traustan einstakling í starf forstöðumanns þróunarsviðs. Forstöðumaður þróunarsviðs gegnir lykilhlutverki við mótun og framkvæmd byggðastefnu á Íslandi og er hluti af yfirstjórn stofnunarinnar. Starfstöðin er á Sauðárkróki.
Lesa meira
Sóknaráætlanir landshluta, greinargerð ársins 2018
11 september, 2019
Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál hefur sent frá sér greinargerð um framvindu samninga um sóknaráætlanir landshluta og ráðstöfun fjármuna ársins 2018. Þar kemur m.a. fram að á árinu var unnið að samtals 73 áhersluverkefnum í landshlutunum átta og að 588 verkefni hlutu styrki úr uppbyggingarsjóðum að fjárhæð tæpum 497 milljónum króna.
Lesa meira
Aflamark Byggðastofnunar – boð um samstarf á Bakkafirði
6 september, 2019
Á grundvelli reglugerðar nr. 643/2016 auglýsir Byggðastofnun eftir samstarfsaðilum um nýtingu viðbótaraflaheimilda á Bakkafirði í Langanesbyggð – allt að 150 þorskígildistonn fiskveiðiárin 2019/2020, 2020/2021, 2021/2022, 2022/2023 og 2023/2024.
Lesa meira
NORA auglýsir verkefnastyrki 2019, seinni úthlutun
6 september, 2019
Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfið) er að styrkja samstarf á Norður Atlantssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að seinni úthlutun ársins 2019.
Umsóknarfrestur er 7. október 2019.
Lesa meira
Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna verslunar í strjálbýli
6 september, 2019
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til verslana í strjálbýli á grundvelli aðgerðar A.9 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Markmið með aðgerðinni er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Framlögin geta nýst til að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, m.a. með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetningu í verslunum og bættri aðkomu. Umsóknarfrestur er til miðnættis 16. október 2019.
Lesa meira
Lánasérfræðingar frá Byggðastofnun heimsækja Vesturland
4 september, 2019
Lánasérfræðingar frá Byggðastofnun heimsækja Vesturland
Lesa meira
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember