Fara í efni  

Fréttir

Samanburður fasteignagjalda heimila árið 2020

Byggðastofnun hefur nú í ár líkt og undanfarin ár, fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat á sömu viðmiðunarfasteigninni á 26 þéttbýlisstöðum á landinu. Eru nú til árleg og sambærileg gögn frá árinu 2010 til ársins 2020.

Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 að grunnfleti. Stærð lóðar er 808 m2 og rúmmál eignar er 476 m3. Fasteignagjöld eru reiknuð út af Byggðastofnun samkvæmt álagningarreglum ársins 2020 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi, út frá því fasteignamati sem Þjóðskrá reiknar og gildir frá 31. desember 2019.

Fasteignamat
Heildarmat, sem er samanlagt verðmat fasteignar og lóðar, er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu fasteignin er. Fjórða árið í röð er Bolungarvík með lægsta heildarmatið, var 16,1 m.kr. í lok árs 2018 en er 16,6 m.kr. í lok árs 2019. Öll árin hefur matið verið hæst á höfuðborgarsvæðinu en er áberandi hæst í Suður-Þingholtunum, er nú rúmar 103 m.kr.
Af þeim þéttbýlisstöðum sem skoðaðir voru utan höfuðborgarsvæðisins, hefur matið verið hæst á Akureyri undanfarin ár en nú er Akranes með hærra mat eða 55,7 m.kr. miðað við 54,4 m.kr. á Akureyri.

Heildarmat hefur hækkað hlutfallslega mest á Ísafirði á milli ára, eða um 23,17% og næst mest á Akranesi um 23,15%.  Lægsta heildarmatið er í Bolungarvík 16,6 m.kr. sem er 2,4 m.kr. lægra en á Seyðisfirði og 3,0 m.kr. lægra en á Patreksfirði.

Fasteignagjöld
Þegar horft er á fasteignagjöldin breytist myndin töluvert, en til fasteignagjalda teljast fasteignaskattur, lóðarleiga, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjald. Vegna mismunandi álagningarregla sveitarfélaga er ekki tengsl á milli heildarmats og heildargjalda á landinu en til dæmis er langhæsta matið í Suður-Þingholtunum en fjórðu hæstu gjöldin.

Heildargjöld höfðu verið hæst í Keflavík í Reykjanesbæ þrjú ár í röð, en eru nú þriðju hæst. Þau voru fyrir ári síðan 453 þ.kr. en eru nú 430 þ.kr. Nú eru þau hæst á Selfossi 441 þ.kr. og næst hæst í Borgarnesi 431 þ.kr. Í ár eru gjöldin lægst á Hólmavík 270 þ.kr. sem er 61% af hæstu gjöldum, á Selfossi. Mesta krónutöluhækkun á milli ára er í Dalvík upp á 49 þ.kr. Meðaltalsgjöld eru tæp 357 þ.kr.

Sjá má frekari upplýsingar í meðfylgjandi skýrslu.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389