Fara í efni  

Fréttir

Nýir starfsmenn á þróunarsvið Byggðastofnunar

Í febrúar sl. auglýsti Byggðastofnun eftir sérfræðingum til starfa á þróunarsviði stofnunarinnar. Alls bárust 36 umsóknir, 17 frá konum og 19 frá körlum. Nú hefur verið ákveðið að ráða í störfin Reinhard Reynisson, Ölfu Dröfn Jóhannsdóttur og Þorkel Stefánsson og er reiknað með að þau hefji störf í maí mánuði.

Reinhard stundaði meistaranám í Evrópufræðum við Háskólann á Bifröst og er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Reinhard hefur verið framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga frá árinu 2008, þar áður bæjarstjóri á Húsavík frá 1998 til 2006.

 

Alfa Dröfn útskrifast með MA gráðu í félagsvísindum með áherslu á byggðafræði frá Háskólanum Akureyri vorið 2020 og er með BA gráðu í félagsvísindum með áherslu á norðurslóðafræði frá sama skóla. Hún hefur starfað hjá Akureyrarbæ sem sérfræðingur í félagsmálum barna m.a. stýrði hún innleiðingarferli Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna hjá Akureyrarbæ.

Þorkell er með MS og BS gráður í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og diplóma í rannsóknaraðferðum félagsvísinda frá HÍ og stundar nú nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Þorkell hefur unnið við rannsóknir við ferðamálafræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2007. Þá hefur hann sinnt aðstoðarkennslu bæði í Háskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst.

Þau eru öflugur liðsauki við fjölhæft starfslið stofnunarinnar og við hlökkum til samstarfsins.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389