Fréttir
Vefviðmót mannfjöldaþróunar uppfært
Byggðastofnun hefur uppfært vefviðmót þar sem skoða má þróun mannfjölda frá árinu 1998. Nýjum gögnum frá Hagstofu Íslands hefur verið bætt við og mannfjöldaspá Byggðastofnunar er nú einnig aðgengileg.
Um er að ræða einfalda framsetningu með súluritum og mannfjöldapíramíða. Þannig er hægt að skoða þróun mannfjölda og aldursdreifingu hvers árs fyrir öll sveitarfélög samkvæmt sveitarfélagaskipan í upphafi árs 2020.
Á súluritum er hægt að velja kyn og aldursbil og þannig er auðvelt að skoða til dæmis þróun í fjölda einstaklinga á aldrinum 15 til 25 ára eða konur á aldrinum 20 til 40 ára. Fyrir söguleg gögn er einnig hægt að leggja saman sveitarfélög, eða sveitarfélög og landshluta, svo dæmi séu tekin, til að skoða þróun stærri svæða.
Mannfjöldapíramíðinn sýnir alltaf heildarfjölda karla og kvenna fyrir viðkomandi svæði. Þar er hægt að velja að hópa aldur saman í 5 eða 10 ára aldursbil og skoða má samanburð við aldursdreifingu alls landsins.
Mannfjöldaspá Byggðastofnunar frá september 2019 er aðgengileg í gegnum samskonar viðmót en þar er einungis hægt að skoða sérhvert spásvæði, sem eru alls 108 talsins, en ekki er hægt að leggja þau saman eins og fyrir sögulegu gögnin. Skoða má gögnin með eða án 80% spábils sem er gagnlegt til að meta óvissu spárinnar.
Hægt er að vista myndir á mismunandi formum og vista undirliggjandi gögn í gegnum þessi viðmót.
Að lokum hefur einnig verið útbúið viðmót þar sem skoða má töflu fyrir sveitarfélagaskipan á Íslandi frá 1950. Þar er hægt að fá yfirlit yfir númer og nafn sveitarfélaga á gefnum tíma, flokkuð eftir núverandi landshlutaskiptingu og atvinnugreinasvæðum Byggðastofnunar.
Allar athugasendir og leiðréttingar eru vel þegnar og má koma á framfæri á postur@byggdastofnun.is.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember