Fara í efni  

Fréttir

Heildarorkukostnaður 2018

Samanburður á orkukostnaði heimila 2018

Líkt og undanfarin ár, hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli við raforkunotkun og húshitun, á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350m3. Þá er miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagns notkun og 28.400 kWst við húshitun. Árlegir útreikningar eru nú til frá árinu 2013.
Lesa meira
Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum

Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum

Ráðstefnan "Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum" var haldin á Hótel Örk í Hveragerði dagana 22. - 23. janúar. Þátttakendur voru auk Byggðastofnunar; Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, landshlutasamtök sveitarfélaga, atvinnuþróunarfélög, stýrihópur stjórnarráðs um byggðamál, Samband íslenskra sveitarfélaga, Íslandsstofa, Ferðamálastofa, Nýsköpunarmiðstöð, Rannsóknasetur sveitartstjórnarmála, símenntunarmiðstöðvar og markaðsstofur. Þá voru starfsmenn ýmissa ráðuneyta á mælendaskrá sem sátu ráðstefnuna. Tilgangur ráðstefnunnar var að stefna að heildstæðari árangri með samtali og umræðum um stefnur ríkisins en meðal annars er að hefjast undirbúningur nýrra sóknaráætlana.
Lesa meira
Haraldur Jónasson / Hari

Opnað fyrir umsóknir um styrki til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C.1 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Landshlutasamtök sveitarfélaga geta fyrir hönd sóknaráætlanasvæða sótt um framlög sem í boði eru, en alls verða allt að 71,5 milljónum króna veittar til sértækra verkefna svæðanna. Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. mars 2019.
Lesa meira
Tilboð í byggingu skrifstofuhúsnæðis

Tilboð í byggingu skrifstofuhúsnæðis

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Byggðastofnunar óskar eftir tilboðum í byggingu nýbyggingar fyrir Byggðastofnun, Sauðármýri 2, Sauðárkróki. Um er að ræða fullbúið hús að innan og utan. Byggingin er 998 m² á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins.
Lesa meira
NORA nefndin í Nyhavn í Kaupmannahöfn

Sex samstarfsverkefni hlutu styrk frá NORA í seinni úthlutun 2018

Á ársfundi NORA sem haldinn var í Kaupmannahöfn, Danmörku í byrjun desember sl. var samþykkt að styrkja sex samstarfsverkefni. Nemur styrkfjárhæðin alls rúmum 1,7 milljónum danskra króna, eða tæpum 32 mkr. Íslendingar taka þátt í öllum styrktum verkefnunum, og leiða eitt þeirra.
Lesa meira
Sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar

Sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar

Byggðastofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á þróunarsviði stofnunarinnar. Í starfinu felst meðal annars að vinna við undirbúning og gerð byggðaáætlunar og vinna við greiningar á þróun byggðar á lands- og landshlutavísu með tilliti til byggðaáætlunar og sóknaráætlana landshluta. Starfsmaðurinn þarf að hafa áhuga á atvinnulífi, menningu og öðrum byggðamálum, stefnumótun og víðtæku samstarfi. Hann þarf að vera tilbúinn til að vinna að þeim fjölbreyttu þáttum byggðamála sem sinnt er á þróunarsviði í samstarfi við annað starfsfólk Byggðastofnunar, fólk utan hennar og með eigin frumkvæði og drifkrafti. Starfinu fylgja töluverð ferðalög.
Lesa meira
Mynd: Haukur Sigurðsson

Öll vötn til Dýrafjarðar – verkefnisáætlun lögð fyrir íbúafund

Á íbúafundi á Þingeyri í verkefninu Öll vötn til Dýrafjarðar þann 4. desember sl. voru lögð fram drög að verkefnisáætlun til umræðu og óskað heimildar íbúafundar til að fullvinna verkefnisáætlunina á þeim grunni. Verkefnisstjóri, í samstarfi við stjórn verkefnisins, hefur nú unnið úr ábendingum frá íbúum og verkefnisstjórn samþykkt og gefið út áætlun fyrir verkefnið sem er hluti af Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar og samstarfsaðila.
Lesa meira
Vel sóttur íbúafundur í Árneshrepp og ákall til ríkisstjórnar

Vel sóttur íbúafundur í Árneshrepp og ákall til ríkisstjórnar

14. nóvember sl. var haldinn íbúafundur í félagsheimilinu Trékyllisvík í Árneshrepp. Fundurinn var vel sóttur en flestir íbúar sem hafa vetrarbúsetu í hreppnum voru mættir. Fundurinn hófst á afmælissöng fyrir Björn bónda á Melum. Síðan fengu fundargestir sér kaffi og rjómatertu.
Lesa meira
Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf

Þróun byggða, samfélagsþátttaka og frumkvöðlastarf

Byggðastofnun leiðir tveggja ára evrópskt ERASMUS+ samstarfsverkefni, INTERFACE, í samstarfi við Háskólann á Bifröst auk erlendra þátttakenda frá Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu. INTERFACE stendur fyrir Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe, sem þýða mætti sem Nýsköpun og frumkvöðlastarf í brothættum byggðarlögum í Evrópu. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa þjálfunar- og kennsluefni fyrir íbúa sem vilja vinna að samfélagsþróun og uppbyggingu byggðarlaga sem eiga undir högg að sækja, meðal annars sökum fólksfækkunar og fábreyttra atvinnutækifæra.
Lesa meira
Verkefnisstjórn Öxarfjarðar í sókn

Góður gangur í verkefninu Öxarfjörður í sókn

Þann 21 nóvember síðastliðinn var haldinn fundur í stjórn verkefnisins Öxarfjörður í sókn sem er hluti af Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar og samstarfsaðila. Það var ánægjulegt fyrir verkefnisstjórn að hittast á Kópaskeri og fara yfir stöðu verkefnisins, ekki síst fyrir þá sök að nýlega ráðinn verkefnisstjóri, Charlotta Englund stýrði sínum fyrsta fundi. Auk þess voru tveir nýir fulltrúar í verkefnisstjórn boðnir velkomnir, þau Salbjörg Matthíasdóttir, nýr fulltrúi íbúa í stað Charlottu og Páll Björgvin Guðmundsson fyrir hönd Eyþings.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389