Fara í efni  

Fréttir

Grímsey. Mynd:Kristján Þ. Halldórsson

Þrjátíu milljónum úthlutað til verslunar í dreifbýli

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Að þessu sinni var 30 milljónum kr. úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.
Lesa meira
Lækkun vaxta á lánum sem falla undir COSME ábyrgðasamkomulagið

Lækkun vaxta á lánum sem falla undir COSME ábyrgðasamkomulagið

Stjórn Byggðstofnunar hefur ákveðið að lækka vexti á óverðtryggðum lánum sem falla undir svokallað COSME ábyrgðasamkomulag sem stofnunin er með við Evrópska Fjárfestingasjóðinn (EIF). Álag á REIBOR lækkar sem nemur 0,2% prósentustigum.
Lesa meira
Frá fundi verkefnisstjóra í byggðaþróunarverkefnum

Verkefnisstjórar í byggðaþróunarverkefnum

Samheldinn hópur verkefnisstjóra í byggðaþróunarverkefninu Brothættum byggðum og sambærilegum verkefnum hittust á fundi á Hótel Örk 22. – 23. nóvember sl. Í hverjum mánuði hittist hópurinn í netheimum og ræðir málefni sem sameiginleg eru byggðarlögunum í því skyni að deila góðu verklagi. Í þessu tilviki var hins vegar ákveðið að koma saman og halda fund. Staðfundur líkt og þessi gefur góð tækifæri til að skiptast á skoðunum, gefa góð ráð og leita sóknarfæra í sameiningu. Á fundinum var meðal annars skerpt á verklagi í Brothættum byggðum samkvæmt verkefnislýsingu. Rætt var um lokaáfanga verkefna og hvað tekur við eftir að Byggðastofnun dregur sig formlega í hlé úr verkefnum í hverju byggðarlagi.
Lesa meira
Greinargerð um sóknaráætlanir landshluta árið 2021

Greinargerð um sóknaráætlanir landshluta árið 2021

Út er komin greinargerð um sóknaráætlanir landshluta, framvindu samninga og ráðstöfun fjármuna árið 2021.
Lesa meira
Styrkþegar 2022 á Stöðvarfirði

Fyrsta úthlutun styrkja í Sterkum Stöðvarfirði

Föstudaginn 18. nóvember sl. var haldin úthlutunarhátíð á Stöðvarfirði þar sem styrkjum var úthlutað í fyrsta sinn úr Frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar. Byggðaþróunarverkefnið hófst í mars sl. með vel heppnuðu íbúaþingi. Sterkur Stöðvarfjörður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Fjarðabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og Austurbrúar. Verkefnið er eitt af nokkrum byggðaþróunarverkefnum á landsbyggðinni sem starfa undir merkjum Brothættra byggða. Verkefnisstjóri Sterks Stöðvarfjarðar er Valborg Ösp Árnadóttir Warén.
Lesa meira
Fyrsta kall_niðurstaða

Öflug þátttaka íslenskra aðila í fyrsta kalli Norðurslóðaáætlunarinnar 2021-2027

Stjórn Norðurslóðaáætlunarinnar hefur samþykkt fyrstu úthlutun vegna aðalverkefna á áætlunartímabilinu 2021-2027. Samþykkt var að taka þátt í átta verkefnum af nítján sem bárust og í heildina var ráðstafað rúmlega 7 milljónum evra til verkefnanna eða um 16% af ráðstöfunarfé áætlunarinnar. Af þeim átta verkefnum sem hlutu brautargengi eru sex með íslenskum þátttakendum sem hljóta samtals um 714 þús. evra í styrk eða rétt um 100 mkr. sem nemur 27% af þeim fjármunum sem eru til ráðstöfunar til verkefna af framlagi Íslands til áætlunarinnar.
Lesa meira
NORA auglýsir eftir framkvæmdastjóra

NORA auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Staða framkvæmdastjóra NORA, Norræna Atlantshafssamstarfsins, er laus til umsóknar og verður ráðið í hana frá 1. ágúst 2023.
Lesa meira
ESPON 2030

Ný vinnuáætlun ESPON kallar eftir tillögum að greiningum á sviði byggðamála

Telur þú þörf á kafað sé ofan í orsakir eða afleiðingar ákveðinna áskoranna innan byggðamála? Um mitt ár setti ESPON af stað nýja vinnuáætlun, ESPON 2030, og er nú óskað eftir tillögum að markvissum greiningum, eða svokölluðum targeted analysis.
Lesa meira
Frá úthlutunarhátíð í DalaAuði

Fyrsta úthlutun úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs

Föstudaginn 4. nóvember sl. var úthlutunarhátíð haldin að Laugum í Sælingsdal þar sem styrkjum var úthlutað í fyrsta sinn úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er eitt af nokkrum byggðaþróunarverkefnum á landsbyggðunum sem starfa undir merkjum Brothættra byggða. Verkefnið hófst í mars á þessu ári með vel sóttu íbúaþingi.
Lesa meira
NPA streymi

Ársfundur NPA - streymi

Streymt verður frá ársfundi Norðurslóðaáætlunarinnar - NPA sem fram fer í Bodø í Noregi á morgun, miðvikudaginn 9. nóvember.
Lesa meira

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389